miðvikudagur, 30. apríl 2008

One to go

Annað prófið var í gær. Risk Analysis. Þetta var sennilega léttasta prófið sem við tökum og gekk bara eftir því. Maður hefði þó örugglega geta staðið sig betur ef maður væri enn jafn mótiveraður eins og í byrjun náms. Tempóið er farið að detta niður hjá manni, eins og reyndar hjá flestum í bekknum.

Síðasta prófið er á morgun, Econometrics. Það ætti að vera í lagi, að því gefnu að kennarinn komi með réttu spurningarnar. Það er nefninlega aðal kúnstin hérna úti að læra ekki allt námsefnið, heldur sérhæfa sig, þar sem það er yfirleitt val á prófunum (svara 3 af 5 spurningum er algengt).

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Veit einhver...

Af hverju læsi virðist óalgengara eftir því sem nær dregur miðbaug? Slævgandi áhrif hita á einbeitingu?

http://en.wikipedia.org/wiki/Image:World_literacy_map_UNHD_2007_2008.png

Áhrif segulsviðs jarðar á heilastarsemi?

Ákaflega athyglivert.

mánudagur, 21. apríl 2008

Púff!

Fyrsta prófi annarinna er þar með lokið. Þetta verður að teljast eitt erfiðasta próf sem ég hef tekið og óvíst að maður sleppi í gegn. Öllum sem ég hef talað við gekk illa og sumum var heitt í hamsi vegna ósamræmis á milli upplýsinga sem kennarinn veitti um prófið og þess sem raunin svo varð. Það verða því sennilega margir sem þurfa að fara í upptökupróf í ágúst/september í haust. Mögulegt er að þetta próf hafi verið hugsað sem sía, þar sem mjög fáir féllu á haustprófunum.

En það þýðir víst ekki að dvelja við það. Verð að byrja fljótlega að undirbúa næstu tvö próf sem verða á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Vænti þess þó að þau verði minni fyrirstaða en prófið í dag, sérstaklega þriðjudagsprófið.

Ég hef þó leyft mér að slappa af í kvöld áður en næsta törn byrjar. Verst að það er orðið svo langt síðan maður leyfði sér að gera eitthvað annað en að læra að maður veit ekki hvað maður á að gera við sig...

...kannski maður skipuleggi undirbúning næstu tveggja prófa.

Bjarkey er að fara í fyrsta prófið á miðvikudaginn. Hún fer svo í þrjú í næstu viku: mánudag - miðvikudag - föstudag. Næsta vika hjá okkur verður því í beinann ættlegg af helvíti. Eða eitthvað svoleiðis. Gaman að því!

sunnudagur, 13. apríl 2008

Helgin og stress.

Vikan fór að mestu í prófundirbúning. Hljóðið í bekknum er frekar stressað þessa dagana. "Fixed Income" verður sennilega erfiðasta prófið sem við komum til með að takast á við í þessu námi. Enginn virðist öruggur með sig í þessu námsefni. Það verður fyrsta prófð hjá mér, 21. apríl og svo kemur 8 daga bil í næsta próf. Ein vika til stefnu og maður verður að nýta hana til fullnustu, ef maður ætlar að komast í gegnum þetta.

Við Bjarkey tókum okkur nú samt tíma í gær til að hitta Rögga, Lóló, Esther, Þorleif, Búa og Bjarna, félaga hans Búa. Túristuðumst aðeins með því að fara í London Eye og skoðuðum Parlamentið, Big Ben, skruppum á Trafalgar Square og borðuðum svo á Argentínskum stað í kjölfarið. Fengum snert að londonískri veðráttu, þar sem sól og blíða, þrumur og hellirigning skiptu deginum bróðurlega á milli sín. Útkoman var fín og gott að líta aðeins upp úr bókunum.

Svo asnaðist maður í dag til að horfa á MUFC - Arsenal á hverfispöbbnum, en þann leik unnu rauðu helvítin og því vinnur Arsenal enga dollu þetta tímabilið. En jæja, maður getur þá hætt að hugsa um það og einbeitt sér 100% að prófunum. Óþarfi að vera 2svar á viku á barmi taugaáfalls við fótboltaáhorf. Prófin geta alveg séð um þá deild.

Sumsé. Bara eitt á stefnuskránni: Próf. Óvíst með tíðni blogga á næstunni þar af leiðandi.

sunnudagur, 6. apríl 2008

2x 1-1 og Global warming

Þetta voru tveir keimlíkir leikir á milli sömu liða sem maður varð vitni að í vikunni. Báðir fóru 1-1 þar sem fyrri hálfleikurinn var í daufara lagi en í seinni hálfleik var Arsenal allsráðandi, án þess þó að skapa sér mörg færi. Og Liverpool beitti skyndisóknum. Arsenal hefði átt að fá víti í seinni hálfleik í báðum leikjunum. Maður hélt að titillinn væri úr sögunni, en þá tók Man.Utd. sig til og gerði jafntefli við Middlesbrough í dag. Þannig að enn er veik von.

Í veðurfréttum er það helst að það hefur verið hátt í 20 stiga hiti og sól núna síðustu vikuna, maður fór út að skokka í stuttbuxum, heyannir voru byrjaðar í Regent´s Park og ofnæmið var farið að gera vart við sig. Það kom því nokkuð á óvart að vakna upp við snjókomu og hvíta jörð í morgun. Sérstaklega þar sem snjó hefur ekki fest í vetur (fyrir utan kjölfarið á hagléli um páskana). Fór í tilefni að því út að hlaupa í garðinum þar sem fólk á öllum aldri og frá öllum heimsálfum skemmti sér konunglega við að búa til snjókarla. Sjálfsagt hafa margir þarna verið að sjá snjó í fyrsta skiptið, ef miðað er við ákefðina og vinnubrögðin hjá fólki við snjókarlagerðina (menn voru fæstir búnir að uppgötva upprúll-aðferðina, heldur báru bara snjóinn í höndunum í kallinn).

Sjálfsagt taka fáir þetta alvarlega sem hluta af Global warming. Þyrfti sennilega frosthörku í nokkra daga á vormánuðum svo laufblöð og gras haldist gul langt fram á sumar í borginni. Fólk er of "ignorant" til þess að vakna við þetta m.v. það sem á undan hefur gengið án viðbragða.

Jæja, best að halda áfram í hagmælingunum!

fimmtudagur, 3. apríl 2008

2x Arsenal - Liverpool

Fór óvænt á Arsenal-Liverpool í gær. Sævar, fyrrum yfirmaður minn hjá ÍV, hafði samband um hádegið þar sem hann var með 2 miða á leikinn sem honum vantaði að losna við. Þannig að ég ákvað að slá fyrirlestrinum sem ég var með í morgun upp í kæruleysi og skella mér ásamt félaga mínum úr náminu. Sé ekki eftir því, þetta var fínn leikur þó svo að úrslitin hafi ekki verið neitt sérstök: 1-1 og erfiður leikur eftir á Anfield. En Arsenal átti m.a. að fá víti og voru mun betri mestallann leikinn.

Svo var unnið fram til hálffjögur í nótt í fyrirlestrinum. Hann gekk þrátt fyrir allt bara ágætlega.

Svo fer maður aftur á Arsenal - Liverpool á laugardaginn, núna með Bjarkey, en þá eru liðin að spila í deildinni. Þannig að það er nóg að gera í fótboltafárinu núorðið. Þetta er líka besti tíminn til þessa, þar sem það er hæfilega langt í prófin og styttist í lok tímabilsins.

Annars er ég búinn að fá 2 einkannir í vikunni: 85% í Econometrics, sem var einstaklingsverkefni og 85% líka fyrir C++, sem var hópverkefni. Þannig að maður er sáttur við þróunina eins og er. Eigum samt eftir að fá nokkrar einkannir úr allri þessari verkefnasúpu, vonandi bara að það verði á svipuðum nótum.

Á morgun er best að maður skreppi í Regent´s Park að hlaupa og reyni síðan að komast eitthvað áfram í upplestrinum.