er ekkert sérstaklega skemmtilegur. Allavega m.v. það sem Bjarkey mátti upplifa um helgina. Hún gat lítið sem ekkert borðað og varla staðið. Læknirinn hennar á Siglufirði sagði að hann hefði látið hana fá næringu í æð í tvo daga á meðan hún væri að ná sér, ef hún væri á heimaslóðum. Það var á föstudagskvöldið sem þetta fór að láta kræla á sér (þá var ég í afmælispartíi, hversu vel sem það kann nú að hljóma) og náði hámarki í gær. Hún er orðin töluvert betri núna og er farin að borða aftur. Ekki þó orðin verkjalaus og getur ekki staðið lengi í einu. Vonast til að verða orðin góð á morgun, þar sem hún þarf að fara í miðannarpróf (þ.a. þetta var ekki besta tímasetningin fyrir veikindi).
Ég fékk mína lífsnauðsynlegu tölvu aftur á þriðjudaginn, einni og hálfri viku fyrr en ég reiknaði með, sem var mjög ánægjulegt. Ég hef hinsvegar ekki séð mér fært að blogga vegna anna. Vonandi næ ég að henda inn aðeins fleiri línum á næstunni, þó óvíst sé.
Búið að vera töluvert annríki í skólanum og það á bara eftir að aukast. Forritunarverkefni voru í hámæli sl. viku og þeim líkur væntanlega nú í vikunni. Þá verður öllum verkefnum í einum áfanga lokið á þessari önn og hægt að snúa sér að fullu að öðrum verkefnum (sem eru ærin).
Eins og áður var getið lenti ég í afmælisteiti á föstudaginn hjá pólverja í bekknum að nafni Bart (Já, hann er svolítið líkur nafna hans, Simpson). Teiti þetta var haldið á pöbb hér í borg og fór fram með ágætum. Þynnkuna á laugardaginn notaði ég svo til að skoða atvinnumöguleika hjá bönkunum í London (sótti um tvær vinnur í rælni) og að þjónusta Bjarkey eftir þörfum. Dagurinn í dag hefur svo farið í hlaup, áframhaldandi starfsumsóknir og áhorf á 1-1 jafntefli Liverpool og Arsenal, sem voru mjög ásættanleg úrslit, að mínu mati.
Búið er að ákveða Íslandsför í desember. Hún hefst 21. desember og lýkur 28. desember (millilanda- og innanlandslug eru samdægurs við heim- og útför). Sáum okkur þann kost vænstan að vera ekki yfir áramótin, þar sem þau eru óþægilega nálægt prófunum. Ákváðum að skipta liði og vera í heimahéruðum okkar, þar sem þessi tími er of lítill til skiptana.
Ekki fleira í fréttum í bili.
sunnudagur, 28. október 2007
sunnudagur, 21. október 2007
Enn tölvuleysi
Jæja, þá er maður búinn að vera tölvulaus í meira en viku. Þetta er ekkert sérstakt, sérstaklega þegar maður þarf að vinna verkefni í forritun. Þá er nú betra að vera með tölvu. En þetta reddast með skólatölvunum og tölvunni hennar Bjarkeyjar, sem ég stalst í núna. Ég þarf víst að þola þetta töluvert lengur, þar sem meðalviðgerðartími hjá verkstæðinu er 10-14 virkir dagar! Maður reynir þá bara að læra þeim mun meira fyrst maður getur ekki hangið á netinu tímunum saman.
Skólinn gengur enn bara vel. Þetta er ekki orðið neitt yfirgengilega flókið ennþá, en maður þarf að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að vera undirbúinn fyrir alla tímana.
Það verður fótboltamót 2. nóvember í skólanum, á milli brauta, og verðum við í Quantitative Finance með lið. Það verður gaman. Fórum einmitt strákarnir á föstudaginn og tókum smá æfingu fyrir þetta. Við erum kannski ekki heimsmeistaraefni, en það verður gaman að spila þarna, sérstaklega þar sem staffið í skólanum og kennararnir verða með lið líka. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja launa grátt lamb :) (reyndar hef ég aldrei skilið af hverju laun fyrir grátt lamb eigi að vera eitthvað slæm).
Annað var ekki í fréttum.
Skólinn gengur enn bara vel. Þetta er ekki orðið neitt yfirgengilega flókið ennþá, en maður þarf að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að vera undirbúinn fyrir alla tímana.
Það verður fótboltamót 2. nóvember í skólanum, á milli brauta, og verðum við í Quantitative Finance með lið. Það verður gaman. Fórum einmitt strákarnir á föstudaginn og tókum smá æfingu fyrir þetta. Við erum kannski ekki heimsmeistaraefni, en það verður gaman að spila þarna, sérstaklega þar sem staffið í skólanum og kennararnir verða með lið líka. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja launa grátt lamb :) (reyndar hef ég aldrei skilið af hverju laun fyrir grátt lamb eigi að vera eitthvað slæm).
Annað var ekki í fréttum.
fimmtudagur, 11. október 2007
Tolvuvesen
Gaman ad lenda i veseni med tolvuna sina 3 vikum eftir ad hun hefur verid keypt. Thannig er mal med vexti ad nu er tolvan min farinn ad slokkva a ser algjorlega upp ur thurru og helst um leid og hun er buin ad raesa ser upp. Eins gott ad madur er med tetta i abyrgd, thannig ad hun fer a verkstaedi a THRIDJUDAGINN i naestu viku(hringdi i gaermorgun i soluadilann). Skjot og got afgreidsla hja bretanum, eins og fyrri daginn. Eg er tvi a skolabokasafninu thegar thetta er ritad. Thad verdur thess vegna ekki bloggad mikid a naestunni, tid fyrirgefid thad.
Ekkert drastiskt hefur gerst hvortsemer og eg reikna ekki med ad tad verdi a naestunni. Laet vita ef su aetlun stenst ekki.
Ekkert drastiskt hefur gerst hvortsemer og eg reikna ekki med ad tad verdi a naestunni. Laet vita ef su aetlun stenst ekki.
laugardagur, 6. október 2007
Vika 1
var bara nokkuð þægileg. Ég lærði fátt nýtt. Meira að segja í forritunartímanum var ég nokkuð vel að mér fyrirfram. Fyrsta hópverkefni annarinnar var klárað auðveldlega á föstudaginn, en það á að skila því í næstu viku. Þægilegheitin hafa sennilega gert mann aðeins of afslappaðann. Maður hefur ekki alveg nennu til að stúdera neitt af krafti eins og er. Veit að það gengur ekki, þar sem á brattann verður að sækja þegar líður á önnina, sér í lagi þegar verkefnaálagið verður sem mest.
Ég hef því ákveðið að vera samviskusamur í haust og lesa námsefnið alltaf fyrir tímana. En það held ég að ég hafi aldrei gert á mínum 17 ára námsferli. Reyndar hef ég sjaldnast lesið námsefnið (fyrir utan glærur og glósur) yfir höfuð, en það er annað mál.
Annars er lítið að frétta. Ekkert djamm um þessa helgi. Hún hefur farið í lestur og afslöppun í bland. Það eru margir byrjaðir að sækja um störf hérna í bankageiranum fyrir næsta ár, en stóru fjárfestingabankarnir eru með umsóknarfresti í störf fyrir útskriftarnema næsta árs sem renna út í okt. og nóv. Maður prófar kannski að sækja um einn eða tvo til að sjá hvort maður kemst eitthvað áfram og hvernig þetta virkar. Það er bara fín reynsla. En það er ekki nema örlítið brot sem fær vinnu svona snemma í náminu. Flestir eru að detta inn í störf á síðustu önninni, eða eftir námið, að því að mér skilst. En það er samt um að gera að drita ferilskránni sem víðast og sjá hvað gerist, maður tapar engu á því.
Ég hef því ákveðið að vera samviskusamur í haust og lesa námsefnið alltaf fyrir tímana. En það held ég að ég hafi aldrei gert á mínum 17 ára námsferli. Reyndar hef ég sjaldnast lesið námsefnið (fyrir utan glærur og glósur) yfir höfuð, en það er annað mál.
Annars er lítið að frétta. Ekkert djamm um þessa helgi. Hún hefur farið í lestur og afslöppun í bland. Það eru margir byrjaðir að sækja um störf hérna í bankageiranum fyrir næsta ár, en stóru fjárfestingabankarnir eru með umsóknarfresti í störf fyrir útskriftarnema næsta árs sem renna út í okt. og nóv. Maður prófar kannski að sækja um einn eða tvo til að sjá hvort maður kemst eitthvað áfram og hvernig þetta virkar. Það er bara fín reynsla. En það er ekki nema örlítið brot sem fær vinnu svona snemma í náminu. Flestir eru að detta inn í störf á síðustu önninni, eða eftir námið, að því að mér skilst. En það er samt um að gera að drita ferilskránni sem víðast og sjá hvað gerist, maður tapar engu á því.
þriðjudagur, 2. október 2007
Veikindum lokið - skólinn byrjar!
Fór út í dag í fyrsta skiptið síðan á laugardaginn. Ég slapp lifandi frá því og held að ég sé orðinn góður af kvefinu.
Fyrsti tíminn var í dag og var hann á sviði Eignaverðlagningar (Asset Pricing). Mér sýnist þetta ætla að verða léttasti kúrsinn, enda flestallt í honum eitthvað sem ég er búinn að læra áður og er ekki kenndur út frá mjög stærðfræðilegu sjónarhorni. Á morgun fer ég hins vegar í fyrstu tímana í Hagmælingum (Econometrics) og Afleiðum (Derivatives). Reikna má með að það verði umtalsvert meiri átök í þeim í haust, a.m.k. í Econometrics-kúrsinum. Síðasti áfanginn hjá mér í haust er svo forritunaráfangi að nafni "Numerical Methods 1", en þar er farið í grunnatriðin í C++. Hann er kenndur á fimmtudögum. Held að hann gæti orðið mjög skemmtilegur ef maður nær góðum tökum á grunninum.
Glöggir lesendur hafa því vonandi tekið eftir að það eru því hvorki tímar hjá mér á föstudögum eða mánudögum. Einhverntíman hefði þetta þýtt duglegt fyllerí um hverja helgi, þar sem maður er búinn að skutla í þetta nám sem svarar um árshækkun markaðsverðs meðalíbúðar í Reykjavík sl. ár þá er nú eins gott að halda sér við efnið. Svo er maður náttúrulega orðinn allt of ráðsettur til að standa í svoleiðis veseni um hverja helgi.
En allavega, ég er kominn á ról aftur, þannig að þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér.
Fyrsti tíminn var í dag og var hann á sviði Eignaverðlagningar (Asset Pricing). Mér sýnist þetta ætla að verða léttasti kúrsinn, enda flestallt í honum eitthvað sem ég er búinn að læra áður og er ekki kenndur út frá mjög stærðfræðilegu sjónarhorni. Á morgun fer ég hins vegar í fyrstu tímana í Hagmælingum (Econometrics) og Afleiðum (Derivatives). Reikna má með að það verði umtalsvert meiri átök í þeim í haust, a.m.k. í Econometrics-kúrsinum. Síðasti áfanginn hjá mér í haust er svo forritunaráfangi að nafni "Numerical Methods 1", en þar er farið í grunnatriðin í C++. Hann er kenndur á fimmtudögum. Held að hann gæti orðið mjög skemmtilegur ef maður nær góðum tökum á grunninum.
Glöggir lesendur hafa því vonandi tekið eftir að það eru því hvorki tímar hjá mér á föstudögum eða mánudögum. Einhverntíman hefði þetta þýtt duglegt fyllerí um hverja helgi, þar sem maður er búinn að skutla í þetta nám sem svarar um árshækkun markaðsverðs meðalíbúðar í Reykjavík sl. ár þá er nú eins gott að halda sér við efnið. Svo er maður náttúrulega orðinn allt of ráðsettur til að standa í svoleiðis veseni um hverja helgi.
En allavega, ég er kominn á ról aftur, þannig að þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)