laugardagur, 6. október 2007

Vika 1

var bara nokkuð þægileg. Ég lærði fátt nýtt. Meira að segja í forritunartímanum var ég nokkuð vel að mér fyrirfram. Fyrsta hópverkefni annarinnar var klárað auðveldlega á föstudaginn, en það á að skila því í næstu viku. Þægilegheitin hafa sennilega gert mann aðeins of afslappaðann. Maður hefur ekki alveg nennu til að stúdera neitt af krafti eins og er. Veit að það gengur ekki, þar sem á brattann verður að sækja þegar líður á önnina, sér í lagi þegar verkefnaálagið verður sem mest.

Ég hef því ákveðið að vera samviskusamur í haust og lesa námsefnið alltaf fyrir tímana. En það held ég að ég hafi aldrei gert á mínum 17 ára námsferli. Reyndar hef ég sjaldnast lesið námsefnið (fyrir utan glærur og glósur) yfir höfuð, en það er annað mál.

Annars er lítið að frétta. Ekkert djamm um þessa helgi. Hún hefur farið í lestur og afslöppun í bland. Það eru margir byrjaðir að sækja um störf hérna í bankageiranum fyrir næsta ár, en stóru fjárfestingabankarnir eru með umsóknarfresti í störf fyrir útskriftarnema næsta árs sem renna út í okt. og nóv. Maður prófar kannski að sækja um einn eða tvo til að sjá hvort maður kemst eitthvað áfram og hvernig þetta virkar. Það er bara fín reynsla. En það er ekki nema örlítið brot sem fær vinnu svona snemma í náminu. Flestir eru að detta inn í störf á síðustu önninni, eða eftir námið, að því að mér skilst. En það er samt um að gera að drita ferilskránni sem víðast og sjá hvað gerist, maður tapar engu á því.

6 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Mér þykir þú rólegur í tíðinni. Hjá mér er verkefnaaálagið einmitt alveg galið núna svo ég sé fram á gífurlega annríkar vikur framundan. Hins vegar verða tveir kúrsar af fjórum bara búnir í lok nóvember. Tvær ritgerðir í desember og önnin búin um jól
Svo, hí á þig, þá. ;-)

Sigurvin sagði...

Hm... Þau virðast sumsé ekki vera alveg samhliða námin okkar. Ég verð nú að segja að ég öfunda þig aðeins af jólafríinu.
En samt, hí á þig núna! :)

Bára sagði...

Hmm... Í mínu námi hef ég enn ekki rekist á neitt sem heitir ritgerð og verkefnin byggjast flest á að finna uppá einhverju skemmtilegu. Og jólafríið er endalaust langt. Held ég segi bara hí á ykkur bæði. Hihi.

Sigurvin sagði...

Hei!

Sigurvin sagði...

Svindl!

Sigga Lára sagði...

Þá vantar bara að Hugga komi og híi á okkur öll af því að hún er ekki einu sinni í skóla og þykist eiga svo mikla peninga...