Önnur önnin fer bara ágætlega af stað. Við erum komin með þrjá nýja kennara. Tveir af þeim lofa góðu og sá þriðji er ekki alslæmur, frekar kærulaus samt, að því er virðist. Fyrsta vikan var þó nokkuð róleg, eins og vera ber. Hins vegar hefur verið nóg að gera að reyna að kynna sér stochastic calculus (ísl. þýðing fannst ekki), sem við þurfum fyrir fixed income (skuldabréfa) áfangann. Aðrir áfangar sem ég tek núna eru: Númerískar aðferðir og hagmælingar (áframhald frá síðustu önn) og svo er það Risk Analysis (Áhættugreining), sem ég held að gæti orðið mjög áhugaverður áfangi, eins og þeir allir reyndar.
Ég er kominn með verkefnahóp fyrir önnina, sem mér líst mjög vel á. Samanstendur hann auk mér af indverja/keníabúa/englendingi, sem ég vann með á síðustu önn og stóð sig langbest af samstarfsmönnunum, og ástrala, sem að mínu mati er einn sá klárasti í bekknum. Vænti því að verkefnavinna þessarar annar verði átakaminni en á síðustu önn. Þó hún verði að sjálfsögðu ekki létt.
Annars kom í ljós í dag, eftir að við Bjarkey vorum búin að snúa upp á flesta líkamsparta nánast allra starsmanna stúdentagarðanna í rúma viku, að það er ekki hægt að hreinsa loftstokkinn í íbúðinni okkar án þess að gera einhverjar meiriháttar ráðstafanir. En okkur grunar að þar leynist mygla, sem hafi verið að halda okkur meira og minna veikum frá því í haust. Virðist því vera að við höfum eftirfarandi kosti í stöðunni:
a. Lifa við þetta og hætta á hrun ónæmiskerfa,
b. Halda okkur að heiman eins og við getum til að sleppa við gerlana eða
c. Beita enn harðari aðgerðum í garð garðanna svo að þetta verði skoðað frekar.
Þrír slæmir kostir og bjálfalegt að þurfa að standa frammi fyrir svonalöguðu þegar maður borgar 90 þús. á mánuði fyrir þennan skáp og stendur í mastersnámi á sama tíma.
Já, svo fór ég í atvinnuviðtal í vikunni. Nýtt kompaní að nafni Phanero, sem er verið að setja af stað núna með vorinu. Staðan er "Quant Analyst", sem myndi aðallega fela í sér að fylgjast með og spá fyrir um þróun á flökti og fylgni á fjármálamörkuðum. Var mjög afslappað viðtal og í raun var þetta bara hugsað sem tækifæri fyrir umsækendur til að kynnast fyrirtækinu, og öfugt. Síðan verður bara að koma í ljós hvort manni verður boðið í annað viðtal, sem væntanlega yrði á faglegri grunni.
Annars stefnir í rólega helgi. Maður verður sennilega bara heima að læra. Reyni kannski að hlaupa í Regent´s Park á morgun, til að koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Svo er fótbolti á sunnudaginn á sama stað.
föstudagur, 25. janúar 2008
mánudagur, 21. janúar 2008
Próflok og bjórlagning
Jæja, síðasta prófið gekk bara þokkalega á fimmtudaginn. Sérstaklega ef miðað er við upplitið á mörgum af samnemendum mínum eftir þetta. Prófið var í lengri kantinum og lítið um léttar spurningar, þannig að allir voru í tímapressu og flestir þurftu að sleppa spurningum. Þetta rétt slapp hins vegar hjá mér, þó svo að ekki hafi öll svörin verið jafn beisin.
Eftir prófið var svo skundað á galeiðuna, þar sem menn nutu spennufallsins og jusu úr skálum sínum, hvers kyns sem þær nú voru. Menn ílengtust mismikið og þeir síðustu voru að tínast af pöbbaröltinu um klukkan þrjú, sem þykir nú töluvert seint á londonískan mælikvarða. Vart þarf að taka fram að eini íslendingurinn var í þessum hópi.
Á föstudaginn var svo uppteknum hætti haldið, en þá kom hollendingurinn Húni fljúgandi í heimsókn til London. Var því stefnan tekin á sötur með honum og Sigga, félaga hans sem staddur var hér á námskeiði í London. Þróaðis sötrið með ágætum og áður en við vissum af vorum við búnir að torga medium-rare nautasteik á mann, prófa velflestar krárnar við Leicester square, háma í okkur skyndibita af óskilgreindum götusala á subbulegu götuhorni í miðborginni og klukkan orðin tvö.
Laugardagurinn var hins vegar rólegri þar sem við félagarnir kíktum bara á enskan pöbb þar sem við gátum glápt á boltann. Drukkum ekkert svo marga bjóra það kvöldið og var ég kominn heim um kl. 11.
Sunnudaginn tók ég svo snemma og fór í íslendingafótbolta kl. 11, sem hefur verið viðtekin venja hjá mér í vetur, þegar mæting hefur verið næg og ég haft tíma. Eins og vani er hjá þessum hópi kíktu menn á kránna eftir æfinguna. Ég stoppaði nú stutt við þar, enda orðinn hálfbjórleginn eftir síðustu 3 daga.
Þetta er í stuttu máli það sem á mína daga dreif í fríinu. Búið að vera ágætis afslöppun. Næsta önn byrjaði svo í dag og lítur út fyrir að maður verði að byrja þetta strax af krafti til að lenda ekki í vandræðum fljótlega.
Eftir prófið var svo skundað á galeiðuna, þar sem menn nutu spennufallsins og jusu úr skálum sínum, hvers kyns sem þær nú voru. Menn ílengtust mismikið og þeir síðustu voru að tínast af pöbbaröltinu um klukkan þrjú, sem þykir nú töluvert seint á londonískan mælikvarða. Vart þarf að taka fram að eini íslendingurinn var í þessum hópi.
Á föstudaginn var svo uppteknum hætti haldið, en þá kom hollendingurinn Húni fljúgandi í heimsókn til London. Var því stefnan tekin á sötur með honum og Sigga, félaga hans sem staddur var hér á námskeiði í London. Þróaðis sötrið með ágætum og áður en við vissum af vorum við búnir að torga medium-rare nautasteik á mann, prófa velflestar krárnar við Leicester square, háma í okkur skyndibita af óskilgreindum götusala á subbulegu götuhorni í miðborginni og klukkan orðin tvö.
Laugardagurinn var hins vegar rólegri þar sem við félagarnir kíktum bara á enskan pöbb þar sem við gátum glápt á boltann. Drukkum ekkert svo marga bjóra það kvöldið og var ég kominn heim um kl. 11.
Sunnudaginn tók ég svo snemma og fór í íslendingafótbolta kl. 11, sem hefur verið viðtekin venja hjá mér í vetur, þegar mæting hefur verið næg og ég haft tíma. Eins og vani er hjá þessum hópi kíktu menn á kránna eftir æfinguna. Ég stoppaði nú stutt við þar, enda orðinn hálfbjórleginn eftir síðustu 3 daga.
Þetta er í stuttu máli það sem á mína daga dreif í fríinu. Búið að vera ágætis afslöppun. Næsta önn byrjaði svo í dag og lítur út fyrir að maður verði að byrja þetta strax af krafti til að lenda ekki í vandræðum fljótlega.
mánudagur, 14. janúar 2008
Þriðja og næstsíðasta
Econometrics (hagmælinga) prófið gekk bara ágætlega í dag. Erfitt að segja þó þar sem tímapressan var töluverð og villuhættan verður alltaf meiri við þær kringumstæður. En ég held að ég hafi örugglega náð þessu allavega.
Annars vorum að fá einkannir fyrir tvö af verkefnunum og hljóðaði það upp á 68% og 72%, sem bæði voru yfir meðaltali bekkjarins, sem er alltaf ákveðinn áfangi.
Síðasta prófið hjá mér verður svo á fimmtudaginn í derivatives (afleiðum). Er ég bara þokkalega bjartsýnn fyrir það þó svo að erfiðara sé orðið að halda einbeitingu svona þegar liðið er á prófatíð.
Bjarkey fer hins vegar í síðasta prófið sitt á morgun og getur þá slappað aðeins af fram í næstu viku, þegar næsta önn hefst.
Lítið annað er í fréttum. Helgin fór bókstaflega öll í lærdóm eins og næstu 2 dagar munu gera líka.
Annars vorum að fá einkannir fyrir tvö af verkefnunum og hljóðaði það upp á 68% og 72%, sem bæði voru yfir meðaltali bekkjarins, sem er alltaf ákveðinn áfangi.
Síðasta prófið hjá mér verður svo á fimmtudaginn í derivatives (afleiðum). Er ég bara þokkalega bjartsýnn fyrir það þó svo að erfiðara sé orðið að halda einbeitingu svona þegar liðið er á prófatíð.
Bjarkey fer hins vegar í síðasta prófið sitt á morgun og getur þá slappað aðeins af fram í næstu viku, þegar næsta önn hefst.
Lítið annað er í fréttum. Helgin fór bókstaflega öll í lærdóm eins og næstu 2 dagar munu gera líka.
fimmtudagur, 10. janúar 2008
2. búið - 2 eftir
Jæja, þá er annað prófið búið. Það var í "Numerical methods" (númerískum aðferðum). Það gekk langt frá því eins vel og fyrsta prófið. Ég er búinn að komast að því að þetta fyrirkomulag bretans að fólk velji hvaða spurningar það ætlar að svara er með því bjánalegra sem ég hef séð. Sérstaklega þegar maður rekur sig á að efnið sem maður velur er notað sem sía yfir allt prófið (þ.e. mjög erfið spurning svo enginn nái 10). Þetta kom á daginn í dag þar sem spurningin sem ég valdi valdi (33,3% af prófinu) var úr síðustu 2 blaðsíðunum úr kaflanum sem ég las og var það eina sem ég skildi ekki fullkomlega. Hvernig á manni að detta í hug að akkúrat það sem kennarinn talar ekki um vegi svona mikið á prófi. Fáránlegt. Það er lágmark að menn kunni almennilega að skrifa próf ef menn ætla að vera með svona valspurningar.
Semsagt: Eyddi litlum tíma í fyrsta prófið og gekk vel en eyddi gríðarlegum tíma í þetta fag og gekk illa. Kannski að maður sleppi bara algjörlega lærdómi fyrir næsta próf, sem er Econometrics á mánudaginn. Þetta verður alltaf hálfgert lottó hvort eð er.
Bjarkey er búin að taka tvö próf í vikunni, á þriðjudag og í dag og hefur gengið ágætlega/vel í þeim báðum.
Annars erum við Bjarkey búin að vera svolítið slöpp undanfarið og er okkur farið að gruna að loftið í íbúðinni sé ekki í lagi. Ætlum að láta taka loftræstinguna (basically gat í loftinu á baðinu og í eldhúsinu) í gegn. Ég sá eitthvað grænt teygja sig þar út í gær. Gæti verið að orsaka þetta rugl. Ekki búið að vera eðlilegt hvað við höfum verið mikið veik síðan við komum hingað.
Fátt annað er í fréttum. Nema að ég fann hvernig maður stillir á íslenskt lyklaborð í Windows Vista (eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir). Held ég slaki kannski aðeins á í kvöld áður en að hafist verður handa við undirbúning næsta prófs.
Semsagt: Eyddi litlum tíma í fyrsta prófið og gekk vel en eyddi gríðarlegum tíma í þetta fag og gekk illa. Kannski að maður sleppi bara algjörlega lærdómi fyrir næsta próf, sem er Econometrics á mánudaginn. Þetta verður alltaf hálfgert lottó hvort eð er.
Bjarkey er búin að taka tvö próf í vikunni, á þriðjudag og í dag og hefur gengið ágætlega/vel í þeim báðum.
Annars erum við Bjarkey búin að vera svolítið slöpp undanfarið og er okkur farið að gruna að loftið í íbúðinni sé ekki í lagi. Ætlum að láta taka loftræstinguna (basically gat í loftinu á baðinu og í eldhúsinu) í gegn. Ég sá eitthvað grænt teygja sig þar út í gær. Gæti verið að orsaka þetta rugl. Ekki búið að vera eðlilegt hvað við höfum verið mikið veik síðan við komum hingað.
Fátt annað er í fréttum. Nema að ég fann hvernig maður stillir á íslenskt lyklaborð í Windows Vista (eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir). Held ég slaki kannski aðeins á í kvöld áður en að hafist verður handa við undirbúning næsta prófs.
mánudagur, 7. janúar 2008
1 buid - 3 eftir
Jaeja, ta er fyrsta profi annarinnar lokid. Thad var tekid nu middegis og var i 'Asset Pricing', eda 'Eignaverdlagning' - eins og thad myndi sennilega utleggjast a islensku. Thetta gekk bara nokkud vel. Serstaklega midad vid ad veikindi min settu strik i reikninginn i undirbuningnum fyrir thetta prof. Hef ad ollum likindum nad thessu, sem er alltaf nr. 1.
Naest a dagskra er svo 'Numerical Methods', eda 'Numeriskar adferdir' a fimmtudaginn. Reikna med ad thad verdi erfidasta profid a onninni og enda hef eg eytt mestum tima i undirbuning fyrir thad af ollum profunum. Allt verdur sett a fullt fyrir thad nuna thegar eg verd buinn ad slappa nog af eftir fyrsta profid.
Bjarkey fer i sitt fyrsta prof a morgun og svo er naesta a fimmtudaginn. Heyrist hun vera i agaetis malum fyrir slaginn.
Annars voru aramotin hja okkur Bjarkey thannig ad vid bordudum bara herna heima (vegna slappleika hja mer). Eftir tad og thegar eg var buinn ad drekka nog Viski til thess ad hafa mig af stad forum vid nidur ad 'London Eye', thar sem adal flugeldasyningin var. Vorum reyndar svolitid langt fra flugeldasyningunni og saum ekki mikid, thar sem nokkur hundrud thusund manns voru ad reyna ad troda ser eins nalegt og their gatu. Eyddum sidan einum og halfum tima i ad labba heim, thar sem nedanjardarlestarnar voru allar lokadar i kjolfarid vegna oryggisradsstafana. En thetta var samt agaet upplifun. Held ad eg hafi aldrei sed svona margt folk samankomid. Myndi samt ekki nenna thessu aftur, held eg.
Annad er svosem ekki i frettum. Thad eina sem madur gerir thessa dagana er ad laera og gera sinar natturulegu tharfir.
Naest a dagskra er svo 'Numerical Methods', eda 'Numeriskar adferdir' a fimmtudaginn. Reikna med ad thad verdi erfidasta profid a onninni og enda hef eg eytt mestum tima i undirbuning fyrir thad af ollum profunum. Allt verdur sett a fullt fyrir thad nuna thegar eg verd buinn ad slappa nog af eftir fyrsta profid.
Bjarkey fer i sitt fyrsta prof a morgun og svo er naesta a fimmtudaginn. Heyrist hun vera i agaetis malum fyrir slaginn.
Annars voru aramotin hja okkur Bjarkey thannig ad vid bordudum bara herna heima (vegna slappleika hja mer). Eftir tad og thegar eg var buinn ad drekka nog Viski til thess ad hafa mig af stad forum vid nidur ad 'London Eye', thar sem adal flugeldasyningin var. Vorum reyndar svolitid langt fra flugeldasyningunni og saum ekki mikid, thar sem nokkur hundrud thusund manns voru ad reyna ad troda ser eins nalegt og their gatu. Eyddum sidan einum og halfum tima i ad labba heim, thar sem nedanjardarlestarnar voru allar lokadar i kjolfarid vegna oryggisradsstafana. En thetta var samt agaet upplifun. Held ad eg hafi aldrei sed svona margt folk samankomid. Myndi samt ekki nenna thessu aftur, held eg.
Annad er svosem ekki i frettum. Thad eina sem madur gerir thessa dagana er ad laera og gera sinar natturulegu tharfir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)