Econometrics (hagmælinga) prófið gekk bara ágætlega í dag. Erfitt að segja þó þar sem tímapressan var töluverð og villuhættan verður alltaf meiri við þær kringumstæður. En ég held að ég hafi örugglega náð þessu allavega.
Annars vorum að fá einkannir fyrir tvö af verkefnunum og hljóðaði það upp á 68% og 72%, sem bæði voru yfir meðaltali bekkjarins, sem er alltaf ákveðinn áfangi.
Síðasta prófið hjá mér verður svo á fimmtudaginn í derivatives (afleiðum). Er ég bara þokkalega bjartsýnn fyrir það þó svo að erfiðara sé orðið að halda einbeitingu svona þegar liðið er á prófatíð.
Bjarkey fer hins vegar í síðasta prófið sitt á morgun og getur þá slappað aðeins af fram í næstu viku, þegar næsta önn hefst.
Lítið annað er í fréttum. Helgin fór bókstaflega öll í lærdóm eins og næstu 2 dagar munu gera líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli