Jæja, þá er farið að líða að lokum dvalar okkar hérna í Lundúnaborg. Brottför verður á mánudagskvöld og skil á íbúðinni um morgun sama dags. Óþarfi að vera að borga okurleiguna mikið lengur.
Annars fékk ég einkannir annarrar annar í vikunni. Náði öllu, sem er mikill léttir. Reyndar var það fag sem ég var hræddastur við að falla í það besta hjá mér. Á sama tíma fékk ég falleinkunn í faginu sem ég var hvað öruggastur með mig í, en góð einkunn fyrir verkefni annarinnar bjargaði mér þar. Hef sterkan grun um að kennarinn hafi ekki skilið skriftina mína. Töluvert fall var í bekknum í áðurnefndu áhyggjufagi, þannig að maður getur verið mjög sáttur við niðurstöðuna í heildina.
Rétt eftir að ég var búinn að fá einkannirnar fór ég í lokapróf í Fixed Income Arbitrage and Trading (Hagnanir og viðskipti með skuldabréf). Gekk bara ágætlega þar. Allavega er ég viss um að ég nái. Þar með ætti gráðan að vera í höfn. Allavega yrði ég mjög hissa ef ég fengi falleinkunn í einhverju af því sem eftir er.
Eitt verkefni er þó óklárað. MATLAB forritunarverkefni sem ég hef setið sveittur við stanslaust síðan eftir prófið í vikunni og er kominn með rassæri af. Það ætti þó að klárast á morgun. Vinn það með gæja með margra ára forritunarreynslu, þannig að útkoman stefnir í að vera í góðu lagi.
Lítið nýtt að frétta af vinnumálum. Fæ að vita með starfið hérna úti um miðjan júlí og ekki hefur verið svo mikið sem litið við mér á Íslandi. Skítt með það, verð í fríi í júlí og nenni ekki að spá of mikið í þessu á meðan.
Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli