Ríkið getur yfirtekið eignir, tekið við stjórn fjármálafyrirtækja og Íbúðalánasjóður getur keypt íbúðalánaskuldir af bönkunum. Í rauninni hefur ríkið því miklar heimildir til að taka yfir verðmæti fjármálafyrirtækja fyrirvaralaust.
Þetta hjálpar ekki kerfinu í heild, sem eru mikil vonbrigði. Hins vegar eru hagsmunir innistæðueigenda betur tryggðir, sem er jákvætt. Það er því enga utanaðkomandi hjálp að fá að utan og mér sýnist að ríkið sé að taka á sig meiri ábyrgð, sem endurspeglast m.a. í því að S&P lækkaði lánshæfismat Íslenska ríkisins niður í BBB í kvöld, sem er lægsta einkunn sem er viðurkennt sem "investment grade" af fjármálakerfinu úti. M.ö.o. íslensk ríkisskuldabréf eru á barmi þess að vera talin meðal ruslskuldabréfa (junk bonds), sem þýðir að margir sjóðir erlendis mættu ekki fjárfesta í bréfunum, lögum samkvæmt. Ríkið mun því þurfa að greiða mun hærri vexti af þeim lánum sem það tekur í náinni framtíð.
Þetta lítur því mjög illa út. Við erum sennilega sú þjóð sem á í mestum vanda, þó flestar aðrar þjóðir séu að díla við það sama. Vonandi bara að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bjargi okkur út þessu, þó þeir séu nú yfirleitt að aðstoða þróunarríki. Við ráðum einfaldlega ekki við ástandið eins og það er í dag.
Til að líta á björtu hliðarnar getum við sagt að mannfræðingar geti haft verðugt rannsóknarefni á næstu dögum/vikum/mánuðum/árum í að fylgjast með hvernig ástandið þróast. Gæti verið viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu? ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já. Þetta er nú spennandi.
Skrifa ummæli