Þar sem eru ógnanir eru tækifæri. Tók saman eftirfarandi lista yfir það sem ég tel vera vaxandi geira þegar flestir aðrir dragast saman. Vonandi að þetta verði einhverjum nýatvinnulausum bankamanninum sá innblástur til að skipta um vettvang og nýta tækifærin í stöðunni.
10. Framleiðsla á niðursoðnum matvörum.
9. Lyfjaframleiðsla (freistandi er fyrir marga að dópa sig frá áhyggjunum)
8. Jarðarfararþjónustur (fjármálaáhyggjur auka líkur á sjúkdómum sem geta dregið fólk til dauða og sjálfsmorðum hlítur að fjölga)
7. Fæðingaþjónusta (sýnt hefur verið fram á að fæðingum fjölgar í kjölfar erfiðleikatíma)
6. Lögfræðiþjónusta
5. Innheimtuþjónusta
4. Sálfræðiþjónusta
3. Pakkaferðir mann- og félagsfræðinga til landsins til að fylgjast með viðbrögðum nýríkrar þjóðar í glímu við stórkostlegt fjármálaáfall.
2. Sala á tækjum og hrávörum til heimabruggunar
1. Lífvarðaþjónusta handa ráðamönnum þjóðarinnar.
Varðandi bloggið í gær gleymdi ég að taka fram stýrivaxtastefnuna í dag, eftir hrunið (eða í því miðju). Það ætti að vera löngu búið að lækka stýrivexti. Ég myndi halda að það væri lágmark að fara með þá niður í 10% í fyrsta stökki. Og það þyrfti að gerast sem fyrst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Og eitt enn. Bókaútgáfa. Það verður ekki einu sinni fyndið hvað margir fara að skrifa þegar þeir loksins hafa tíma til, í atvinnuleysinu. Allavega ætla ég að gera það!
Já, ég sé fram á mikil sóknarfæri fyrir pabba, bæði í fisk- og lambakjötsframleiðslu og svo útgáfustarfsemi hjá Snotru :)
Já, heyrðu. Er nú loxins komið að því að við verðum millabörn?
Tja, ég myndi nú kannski ekki veðja á það. Held að hann pabbi okkar væri nú fljótur að láta renna aftur til samfélagsins þegar hann færi að sjá aura. Enda höfum við ekkert gott af of miklum peningum, frekar en aðrir ;)
Skrifa ummæli