Jæja, þá er maður orðinn einn af bloggurum alheimsins. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég staddur úti í London við nám í fjármálaverkfræði og er blogg þetta m.a. hugsað sem fréttamiðill sérsniðinn að þörfum vina og ættingja sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem er að gerast hjá mér í útlandinu. Þykir mér þetta hentugt form nú þar sem ég hef aldrei verið mikill símamasari og mun þar að auki engan vegin hafa tíma til að halda fólki uppfærðu um það sem er að gerast hjá mér, vegna fyrirsjáanlegra anna í náminu. Ég vona þó að mér vinnist tími til að henda hingað inn heimspekivangaveltum um mannlegt eðli og/eða fjármálamarkaði. Það væri nú gaman.
Held ég hafi þetta ekki lengra að sinni. Ég stefni á að henda inn einhverjum myndum frá útlandinu og svona þegar ég er búinn að læra á þetta bloggsýstem.
bless á meðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Velkominn í vefheima! Þá vantar bara foreldrana og þá erum við algjörlega vefloggandi fjölskylda.
Skrifa ummæli