Fattaði að ég opnaði bloggið án þess að segja neinar fréttir. Eftirfarandi er það sem á daga okkar Bjarkeyjar hefur drifið undanfarnar 2 vikur.
Flutningar:
Eyddum tveimur nóttum á hóteli hérna í London áður en við fengum íbúðina okkar, sem er við York Terrace East. Þetta er í Westminster, rétt sunnan við Regent´s Park, fyrir þá sem þekkja til. Mér sýnist þetta vera nokkurskonar ríkramannahverfi (Menn láta t.a.m. varla sjá sig á eldri bílum en 2006 og York Terrace West- gatan er einkavegur, sem er vaktaður allan sólahringinn, að ég held). Íbúðin er eftir væntingum. Málningin farin að flagna á baðinu, gólfið hallar allstaðar inn að miðju og myndar nokkursskonar skál, þannig að maður situr í ca. 5% halla hér við skrifborðið. Vona bara að þetta endi ekki með að við hrynjum niður á næstu hæð. En þetta dugar alveg, enda verður maður sennilega ekki mikið í því að halda kokteilboð næsta árið a.m.k.. Við eyddum síðan einum degi í að fara í IKEA til að versla það sem vantaði í íbúðina og setja það saman.
Verslaði mér einnig Acer-tölvu sem inniheldur Windows Vista (sem þið ættuð að forðast eins og heitan eldinn. Nema þið hafið ótakmarkaðann tíma í uppfærslur og hafið gaman af því að reka ykkur á veggi við að finna út úr einföldustu hlutum).
Skemmtun:
Fórum í skoðunarferð um London á þriðjudeginum í síðustu viku þar sem var rölt um borgina og farið létt yfir söguna. Tengdafamelían kom í heimsókn um síðustu helgi og fórum við m.a. á leik West Ham og Middlesbrough, sem endaði 3-0 f. WH. Lítill tími hefur hins vegar gefist til skemmtana enn sem komið er vegna allskyns redderinga tengda flutningunum.
Skólinn:
Byrjaði á þriðjudaginn en nú standa induction-vikur yfir, sem eru 2 og ætlaðar til uppryfjunar á námsefni og fyrir okkur til að kynna okkur skólann almennt. Alvöruskólinn byrjar svo 1. okt. Deildarforsetinn hjá mér náði að hræða úr fólkinu líftóruna með tali um það hvað þetta yrði erfitt nám hjá okkur. Einn hefur þegar skipt og farið í almenn fjármál og fleiri hafa hugleitt að flytja sig um set. Það hefur hins vegar ekki hvarflað að mér. Sennilega of þrjóskur.
Eftir skóla í dag verður samkoma fyrir alla MSc nema og kennara þar sem við verðum formlega boðin velkomin, væntanlega með snittum og léttum veitingum.
Þetta er gróflega það sem hefur gengið á undanfarið. Held ykkur uppfærðum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með bloggið! Ég er búin að setja tengil á þig á bloggið mitt.
Já, takk fyrir það. Gaman að vera tengdur :)
Jú þið eruð í ríkmannahverfi. Hitti Vicky bresku vinkonu mína í síðustu viku. Kengsington er dýrasta hverfið í London, það ætti að vera huggun í því þegar þið sitjið á hallandi gólfum.
Skrifa ummæli