sunnudagur, 30. mars 2008

Einkannir og verkefnaskil

Jæja, þá eru einkannir haustannar loksins ljósar. Svo sem engar flennieinkannir, meðaleinkunn um 62%. En öllu var náð, sem er fyrir mestu. Bjarkey hins vegar sáttari við sitt, en hún er með í kringum 80%, eins og staðan er núna, sem er sennilega með því hæsta í bekknum.

Svo var helsti verkefnakúfurinn að klárast á föstudaginn. Skilaði einu verkefni sem telur heilan áfanga og einu 25% hópverkefni. Eins og venjulega voru allir að klára þetta á síðustu klukkutímunum/mínútunum, þannig að menn voru hálfdasaðir á pöbbnum í kjölfarið. Menn slepptu því djamminu þetta föstudagskvöldið.

Fram undan er sumsé upplestrar"frí", en fyrsta prófið er 21. apríl. Reyndar þarf ég líka að skila 50% hópverkefni 14. apríl, þannig að það verður feykinóg að gera, eins og venjulega.

Helgin fór því að mestu í útihlaup, afslöppun og skipulagningu fyrir næsta mánuðinn. Við Bjarkey fórum reyndar líka í bíó í gærkvöldi á 10,000 BC, sem var allt í lagi svo lengi sem maður hugsaði ekki um svívirðilegar sögulegar staðreyndarangfærslur, sem nóg var af.

Á laugardaginn nk. förum við Bjarkey svo á Arsenal-Liverpool á Emirates! Sú heimsókn verður í boði ÍV, en þeir voru svo rausnarlegir að gefa mér 2 miða á leik að eigin vali í deildinni í kveðjuskyni sl. haust. Fínt að geta tekið einn dag í eitthvað annað en lærdóm svona mitt í prófundirbúningnum.

Já, og svo voru Siggalára "meðalstóra" systir og Árni að skýra um sl. helgi. "Friðrik" var fyrir valinu, sem er í hausinn á föður Árna, sem féll frá rétt um ári áður en sá litli fæddist.

Fyrir utan áframhaldandi taugaveiklun á fjármálamörkuðum er ekkert annað í fréttum.

Engin ummæli: