Jaeja, ta er madur kominn og farinn fra Islandi i bili. Var i atta daga a Egilsstodum yfir jolin i godu yfirlaeti. Bjarkey var einnig i godu yfirlaeti a sama tima, a Siglufirdi.
Vid komum aftur til heimsborgarinnar kvoldid 28. Fljotlega eftir heimkomuna kom i ljos ad eg hafdi smitast af pest sem herjad hafdi a fjolskyldu systur minnar yfir hatidarnar. En eg er allur ad koma til eftir thetta. En litid hefur ordid ur ollum theim laerdomi sem stefnt var ad sidustu dagana. Stefnir thvi i meiri timapressu sidustu dagana fyrir profin heldur en til stod. Eins er ovissa med hvort eg hafi mig ut i kvold til ad tekka a flugeldasyningunni hja 'London eye'. Tilraun verdur gerd med gongutur a eftir og ef thad fer vel mun eg lata slag standa.
Fortid.
Fyrst thad er thessi dagur arsins tha er agaett ad lita yfir farinn veg. Thad sem stod uppur var buferlaflutningur okkar Bjarkeyjar til London i teim tilgangi ad brjotast til frekari menntunar. Einnig bar til tidinda ad eg akvad ad taka mer sumarfri, sem hefur verid sjaldgaeft i minu lifi hingad til. Var thad notad m.a. til ferdar vestur a firdi thar sem vid Bjarkey heilsudum upp a aetmenni min. I somu ferd skodudum vid helstu natturuperlur a nordur- og austurlandi, sem einhvernvegin hafdi ekki unnist timi til adur. Einnig for eg i agaetis ferd til dop- og syndaborgarinnar Amsterdam thar sem eg heimsotti Halldor, felaga minn, sem byr thar i borg og stundar afleiduvidskipti. Restin af sumarfriinu var svo adallega notud i golf of afsloppun, sem ekki veitti af fyrir atok vetrarins.
Framtid.
Astaeda er til ad aetla ad arid 2008 verdi fullt tidinda a minum vigstodvum. Stundir sannleikans verda margar, thar sem oll prof i mastersnaminu verda tekin a arinu. Thad fyrsta thann 7. jan. Tha verdur vaentanlega tekin stefnumarkandi akvordun vardandi framtidar atvinnu og busetu. Verdur upplysingum midlad hingad thegar eitthvad frettist af theim malum. Eg held eg spai engu um framvindu arsins 2008 almennt sed, thar sem nogu margir eru um tha hitu. Hins vegar get eg sagt ad eg mun gera mitt besta a arinu, enda mun ekkert annad duga til ef eg aetla ad standa undir theim krofum sem til min verda gerdar.
Annars oska eg ykkur ollum gledilegra jola og faersaels komandi ars.
Sigurvin
mánudagur, 31. desember 2007
föstudagur, 14. desember 2007
Aftur tolvuleysi - Emirates
Fartolvan sem eg keypti i september var ad bila i annad skiptid. Hun var sott i dag og eg reikna ekki med ad sja hana fyrr en eftir islandsfor. Kannski heppni i oheppni ad hun skuli hafa bilad svona stuttu eftir verkefnavinnuna og akkurat thegar profundirbuningurinn var ad hefjast. Madur ma ekki mikid vid ad hanga a internetinu nuna. Allir komnir a fullt ad undirbua profin, tho tad seu rumar thrjar vikur i thau.
For i fyrsta skiptid a Emirates a midvikudaginn og sa Arsenal - Steua Bucharest, asamt Bjarkey. Fretti ovaent af midum hja Express ferdum og fekk mida a "Club Level" (adeins flottara en venjulegi adgangurinn) a 50 pund hvorn. En their kosta venjulega 90 pund stykkid. Gridarlega flottur vollur (eins og lidid sem a honum spilar sina heimaleiki) og gaman ad upplifa svona stemmingu einu sinni. Thad var reyndar mjog kalt, en sigurinn baetti hann upp, og rumlega thad. Vonandi verdur ekki langt thangad til madur kemst aftur.
Annars hefur madur verid ad rembast vid ad studera numeriskar adferdir (e. numerical methods), sem eg hef ekki nad ad studera ad neinu radi thessa onnina. Hefur verid ottarlegt stred.
Jaeja, thad er verid ad skofla mer ut ur skolanum. Laet vita af mer sidar.
For i fyrsta skiptid a Emirates a midvikudaginn og sa Arsenal - Steua Bucharest, asamt Bjarkey. Fretti ovaent af midum hja Express ferdum og fekk mida a "Club Level" (adeins flottara en venjulegi adgangurinn) a 50 pund hvorn. En their kosta venjulega 90 pund stykkid. Gridarlega flottur vollur (eins og lidid sem a honum spilar sina heimaleiki) og gaman ad upplifa svona stemmingu einu sinni. Thad var reyndar mjog kalt, en sigurinn baetti hann upp, og rumlega thad. Vonandi verdur ekki langt thangad til madur kemst aftur.
Annars hefur madur verid ad rembast vid ad studera numeriskar adferdir (e. numerical methods), sem eg hef ekki nad ad studera ad neinu radi thessa onnina. Hefur verid ottarlegt stred.
Jaeja, thad er verid ad skofla mer ut ur skolanum. Laet vita af mer sidar.
laugardagur, 8. desember 2007
Verðskuldaður dagur aflöppunar
Jæja, þá er verkefnavinnu annarinnar lokið. Öllum þremur var skutlað í skilahólfið 10 mínútum fyrir skilafrest kl. 16:00 í gær. Vorum þó með fyrri hópum til að skila. Gott að fólk nýtir tímann vel. Ég er bara þokkalega sáttur við afraksturinn, m.v. hópadráttinn. Reyndar voru aðilar sem voru óheppnari. Til dæmis félagi minn frá Egyptalandi, sem svaf ekkert í tvo sólahringa fyrir skilafrestinn og gerði í raun öll verkefnin sjálfur, þar sem hópfélagarnir voru nánast með öllu ónothæfir.
Um kvöldið var svo samkvæmi fyrir nemendur og starfsmenn nokkurra brauta skólans á "Home Bar", rétt hjá Cass. Var þar boðið upp á fríar veitingar og snittur. Þátttaka var ágætt, sérstaklega þegar horft er á hve menn þjáðust af svefnleysi eftir vikuna. Ölvun var eftir atvikum. Ég var þó skynsamur og tók síðustu lestina heim, kl. hálfeitt. Það breytti því hins vegar ekki að timburmenn voru yfir meðallagi í dag, enda er maður langt frá því að vera í einhverju drykkjuformi eftir törnina undanfarið.
Dagurinn fór því bara í svefn og leti þangað til núna rétt áðan að ég fór í smá hreingerningu á heimilinu, sem veitti ekki af eftir vanhirðu sl. mánaðar. Næst á dagskrá verður svo að skipuleggja upplestrarfríið svo ég hafi tíma til að skutla í mig steikinni og slíta utan af pökkunum á aðfangadag.
Annars er Bjarkey í bekkjarpartíi núna. Ég sá mér ekki fært að fara með vegna slappleika/leti, eftir gærkvöldið. Greinilegt að maður er ekki eins djammfýsinn eins og hérna í denn.
Um kvöldið var svo samkvæmi fyrir nemendur og starfsmenn nokkurra brauta skólans á "Home Bar", rétt hjá Cass. Var þar boðið upp á fríar veitingar og snittur. Þátttaka var ágætt, sérstaklega þegar horft er á hve menn þjáðust af svefnleysi eftir vikuna. Ölvun var eftir atvikum. Ég var þó skynsamur og tók síðustu lestina heim, kl. hálfeitt. Það breytti því hins vegar ekki að timburmenn voru yfir meðallagi í dag, enda er maður langt frá því að vera í einhverju drykkjuformi eftir törnina undanfarið.
Dagurinn fór því bara í svefn og leti þangað til núna rétt áðan að ég fór í smá hreingerningu á heimilinu, sem veitti ekki af eftir vanhirðu sl. mánaðar. Næst á dagskrá verður svo að skipuleggja upplestrarfríið svo ég hafi tíma til að skutla í mig steikinni og slíta utan af pökkunum á aðfangadag.
Annars er Bjarkey í bekkjarpartíi núna. Ég sá mér ekki fært að fara með vegna slappleika/leti, eftir gærkvöldið. Greinilegt að maður er ekki eins djammfýsinn eins og hérna í denn.
laugardagur, 24. nóvember 2007
Vikan í stuttu...
Hef verið að stunda verkefnavinnu sennilega 80% af vökutíma mínum í vikunni, ákvað því að henda einhverju inn til tilbreytingar.
Mín helstu viðfangsefni í vikunni hafa verið kenningar þeirra félaga Choleski og Monte Carlo, en þeir hafa verið að reyna að hjálpa mér að herma þróun hlutabréfavísitalna og -safna. Búin að vera mikil glíma, og þá helst við Choleski. En nú er allt komið á hreint okkar á milli og við orðnir bestu félagar.
Gaf mér reyndar tíma til að fara í fótbolta í Regent´s Park í dag með fótboltaklúbbnum í Cass. Reyndar mættu ekki nema 5 og voru þeir frá Englandi (2), Ghana, Indlandi og Möltu. Dæmigert fyrir skólann, sem er með þeim alþjóðlegustu í bransanum, sem er mjög jákvætt.
Innan við 2 vikur eftir í skiladag dauðans. Einn hópmeðlimanna stefnir í að verða mesti "free rider" sem ég hef kynnst (og hef ég kynnst þeim nokkrum), svo líklegt er að við tilkynnum hátterni hans til yfirvaldsins ef ekki verður bragabót á fyrir mánudag. Ótrúlegt að enn skuli finnast svona fólk á mastersstigi í menntakerfinu (og þetta er víst ekki sá eini í bekknum sem gerir ekkert, að mér skilst). Sannar sennilega að fjölbreytileiki mannkyns nær til allra stiga þjóðfélagsins. Þ.e. hægt er að finna fólk af öllum gerðum á öllum stigum. Snillinga á götunni og bjálfa í stöðu valdamesta manns heims.
Aðrar fréttir: Arsenal komið með 3 stiga forustu og leik til góða eftir daginn í dag!
http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html
Mín helstu viðfangsefni í vikunni hafa verið kenningar þeirra félaga Choleski og Monte Carlo, en þeir hafa verið að reyna að hjálpa mér að herma þróun hlutabréfavísitalna og -safna. Búin að vera mikil glíma, og þá helst við Choleski. En nú er allt komið á hreint okkar á milli og við orðnir bestu félagar.
Gaf mér reyndar tíma til að fara í fótbolta í Regent´s Park í dag með fótboltaklúbbnum í Cass. Reyndar mættu ekki nema 5 og voru þeir frá Englandi (2), Ghana, Indlandi og Möltu. Dæmigert fyrir skólann, sem er með þeim alþjóðlegustu í bransanum, sem er mjög jákvætt.
Innan við 2 vikur eftir í skiladag dauðans. Einn hópmeðlimanna stefnir í að verða mesti "free rider" sem ég hef kynnst (og hef ég kynnst þeim nokkrum), svo líklegt er að við tilkynnum hátterni hans til yfirvaldsins ef ekki verður bragabót á fyrir mánudag. Ótrúlegt að enn skuli finnast svona fólk á mastersstigi í menntakerfinu (og þetta er víst ekki sá eini í bekknum sem gerir ekkert, að mér skilst). Sannar sennilega að fjölbreytileiki mannkyns nær til allra stiga þjóðfélagsins. Þ.e. hægt er að finna fólk af öllum gerðum á öllum stigum. Snillinga á götunni og bjálfa í stöðu valdamesta manns heims.
Aðrar fréttir: Arsenal komið með 3 stiga forustu og leik til góða eftir daginn í dag!
http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html
sunnudagur, 18. nóvember 2007
Þetta er rugl
Jæja, þá er maður farinn að finna fyrir tímapressu vegna verkefnavinnu. Þó eru næstum þrjár vikur í skiladag. Hins vegar mun þessi skiladagur (7. des.) fela þrjú massív verkefni í sér. Ekki bætir úr skák að þetta eru allt hópverkefni, þar sem sömu hóparnir vinna saman í öllum þeirra. Dregið var í hópa og þóttist ég vera nokkuð heppinn að vera með báðum "class representativunum", þ.e. aðilar sem eru tengiliðir bekkjarins við yfirstjórnina og sitja fundi með deildarforseta og kennurum.
Ætla mætti að svona fólk væri þekkingarlega sterkt á flestum sviðum. Hins vegar hefur komið í ljós að þau hafa mjög litla þekkingu á fjármálaafurðum og ekki er að marka eitt einasta orð sem kemur út úr þessu. Meira að segja excelkunnáttan er í dræmara lagi. Sem betur fer er fjórði aðilinn í hópnum sem hægt er að nota töluvert, þó hann hafi ekki mikinn skilning á því sem er að gerast.
Ég reikna því með að næstu 18 dagar verði í strembnara lagi og ég komi ekki til með að gera neitt annað en vinna upp skít eftir aðra og útskýra vexti 50 sinnum. Spennó. Kannski að maður reyni bara að klára sem mest sjálfur áður en hinir nái að koma puttunum í þetta.
Mikið er gott að geta skrifað svona um einhverja og vita að þeir eiga ekki séns á að komast að því :)
Annars er ágætt að frétta. Kominn með bankareikning. Fór í annan banka og fékk hann frítt. Reyndar engir vextir á honum og það er ekki hægt að nota kortið í verslunum, en það sleppur. Mamma var rétt áðan að tjá mér að hún ætlar að fjárfesta í bílnum okkar Bjarkeyjar og þar með binda endi á þann markaðsbrest sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á bílamarkaði og færa sig um leið inn í 21. öldina í bílamálum. Subaruinn hefur víst verið seldur nú þegar. Tengdamamma og pabbi voru í London um helgina og var notað tækifærið og farið út að borða á fös.og lau.
Læt þetta duga að sinni. Guð veit hvenær ég gef mér aftur tíma í blogg.
Ætla mætti að svona fólk væri þekkingarlega sterkt á flestum sviðum. Hins vegar hefur komið í ljós að þau hafa mjög litla þekkingu á fjármálaafurðum og ekki er að marka eitt einasta orð sem kemur út úr þessu. Meira að segja excelkunnáttan er í dræmara lagi. Sem betur fer er fjórði aðilinn í hópnum sem hægt er að nota töluvert, þó hann hafi ekki mikinn skilning á því sem er að gerast.
Ég reikna því með að næstu 18 dagar verði í strembnara lagi og ég komi ekki til með að gera neitt annað en vinna upp skít eftir aðra og útskýra vexti 50 sinnum. Spennó. Kannski að maður reyni bara að klára sem mest sjálfur áður en hinir nái að koma puttunum í þetta.
Mikið er gott að geta skrifað svona um einhverja og vita að þeir eiga ekki séns á að komast að því :)
Annars er ágætt að frétta. Kominn með bankareikning. Fór í annan banka og fékk hann frítt. Reyndar engir vextir á honum og það er ekki hægt að nota kortið í verslunum, en það sleppur. Mamma var rétt áðan að tjá mér að hún ætlar að fjárfesta í bílnum okkar Bjarkeyjar og þar með binda endi á þann markaðsbrest sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á bílamarkaði og færa sig um leið inn í 21. öldina í bílamálum. Subaruinn hefur víst verið seldur nú þegar. Tengdamamma og pabbi voru í London um helgina og var notað tækifærið og farið út að borða á fös.og lau.
Læt þetta duga að sinni. Guð veit hvenær ég gef mér aftur tíma í blogg.
sunnudagur, 11. nóvember 2007
Fasteignabóla vesturlanda
Magnað hvað menn eru alltaf ginkeyptir fyrir galdralausnum sem eiga að koma mannkyninu og heiminum öllum á æðra tilverustig. Dæmi um þetta eru síminn, faxtækið, kjarnorkan, tölvan og netið. Birtingarmynd þessa voru t.d. tækni- og netfyrirtækin á síðasta áratug síðustu aldar. Við vitum öll hvernig það fór. Þennan áratug voru það fasteignir. En hvernig í ósköpunum datt mönnum í hug að fasteignir væru einhver galdralausn?
Augljóst er að allir þurfa að eiga eða leigja fasteign ef þeir ætla að lifa þokkalega mannsæmandi lífi. Sú staðreynd ein skapar frábæran grundvöll fyrir bólu. Eftir netbóluna voru menn komnir með nóg af illskiljanlegum fyrirtækjum og vildu hverfa til áþreifanlegri viðskipta "back to the basics". Vaxtaumhverfið var mjög hagstætt skuldurum í upphafi aldarinnar og flæði fjármagns um heiminn var orðið frjálsara. Þetta gerði mönnum kleift að fá lán í lágvaxtamynntum (t.d. jenum) og fjárfesta í sinni heimamynt (þetta er kallað "Carry Trade" og veldur styrkingu hávaxtagjaldmiðla á mótu lágvaxtagjaldmiðlum). Framboð fasteigna er mjög tregbreytanlegt (vegna framkvæmdatíma og á óskiljanlegan hátt, tregðu stjórnvalda til að deila út landi - sennilega séríslenskt fyrirbrigði), en það hjálpar til við að ýta verði upp. Þessir þættir, auk græðgi mannsins og þörf hans til að fara stuttu leiðina að auknum lífsgæðum, hafa ollið því að fasteignamarkaðir heimsins hafa hækkað jafn hratt og raun ber vitni. En hvernig er það, hafa fasteignir ekki skilað mjög góðri ávöxtun yfir lengri tímabil sögunnar?
Sannleikurinn er sá að fasteignir hafa skilað verri ávöxtun en ríkisvíxlar frá 1890 til 2005 og þá er ekki búið að taka tillit til viðhaldskostnaðar, sem gerir ávöxtunina enn slappari (ef menn hafa áhuga á að kynna sér málið frekar, mæli ég með þessari). Auk þess sem almenn gæði fasteigna voru langt frá því sem við þekkjum í dag (klósett voru munaður). Góð langtímaávöxtun fasteigna er því ein af þeim dylgjum sem hafa skotið upp kollinum þessa bóluna og menn hafa notað óspart til að réttlæta óþarflega viðamiklar fasteignafjárfestingar. Önnur dylgja sem reglulega heyrist er að land hljóti að hækka með veldisvexti eftir því sem fólki á jörðinni fjölgar. Hér er hollt að skoða kort af heiminum, horfa á óbyggðu svæðin og hafa í huga að nýjustu mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúafjöldi heimsins nái hámarki í "aðeins" 10 mö. manns (erum núna um 6.6 ma. Wikipedia), sem er töluverð lækkun frá fyrri spám (minnir að menn hafi verið að spá 14 mö. fyrir nokkrum árum). Skortur á landi er því ekki í augsýn.
Mikilvægasti þátturinn í fasteignahækkuninni er þó auðvelt aðgengi að ódýru fjármagni undanfarinn áratug. Þetta fjármagn hefur leitað út í hagkerfið í gegnum verktakafyrirtækin, aukið neyslu, hagvöxt og verðbólgu í hinum vestræna heimi. Menn hafa því bara getað verið "jollý fíling" yfir þessu öllu. Þetta hefur valdið stöðugum vaxtahækkunum, sem hækkar fjármagnskostnað íbúðakaupenda (mishratt, eins og dæmin sanna) og gerir þá viðkvæmari fyrir áföllum sem valda tekjutapi (t.d. slys eða atvinnumissir). Þegar hægja tekur á hinu vestræna hagkerfi og atvinnuleysi eykst mun skuldsetningin því valda miklum vandræðum fyrir heimilin og hraða lækkun fasteignaverðs.
Bankarnir virðast ekki hafa haft miklar áhyggjur af útlánaáhættu (að fá lánin endurgreidd), heldur lánað fólki sem hefur lent í vandræðum til að "redda því fyrir horn". Þetta hefur verið auðvelt, þar sem fasteignir hafa hækkað stöðugt og veðhæfið þar með líka. Peningamagn í umferð hefur því aukist jafnt og þétt.
Nú sér hins vegar fyrir endan á þessari bólu. Fasteignalán í BNA hafa súrnað allverulega undanfarna mánuði og afleiðingarnar berast víða. Nota bene, þetta hefur gerst á sama tíma og hagvöxtur í heiminum hefur verið góður og atvinnuleysi lítið, sumsé fínt umhverfi til að standa í skilum. Núverandi lánveitendur (óbeinir lánveitendur, sem hafa keypt allskyns fjármálaafurðir af upphaflegu lánveitendunum) keppast nú við að afskrifa þessi lán. Fasteignir í BNA hafa lækkað jafnt og þétt undanfarið ár og almennt er búist við að breski markaðurinn fari að lækka á næstunni. Á endanum mun íslenski fasteignamarkaðurinn einnig leiðrétta sig, þegar menn hefa áttað sig á hvílíkar skýjaborgir menn hafa byggt sér. Vegna tregbreytanleika markaðarins gæti lækkun fasteignamarkaða gæti hins vegar tekið langan tíma, jafnvel nokkur ár. Þeir sem eru hvað skuldugastir munu verða hvað verst úti.
Mér finnst líklegt að væntanleg lækkun fasteignamarkaða muni hafa veruleg áhrif á vestræna hagkerfið í heild og fjárfesting og neysla dragist saman (hagvöxtur minnkar). Þetta mun aftur hafa áhrif á hlutabréfamarkaðina. Það gæti því verið leiðinlegt ár í vændum á vestrænum fjármálamörkuðum. Ég ætla hins vegar ekki að dæma um Asíu eða aðra fjarræna fasteignamarkaði, sem ég þekki ekki eins vel. Reyndar gæti ég trúað að Asía eigi eftir að draga á vesturlönd í þjóðarframleiðslu eftir þetta ævintýri.
Ég bara varð að létta á hjarta mínu.
Augljóst er að allir þurfa að eiga eða leigja fasteign ef þeir ætla að lifa þokkalega mannsæmandi lífi. Sú staðreynd ein skapar frábæran grundvöll fyrir bólu. Eftir netbóluna voru menn komnir með nóg af illskiljanlegum fyrirtækjum og vildu hverfa til áþreifanlegri viðskipta "back to the basics". Vaxtaumhverfið var mjög hagstætt skuldurum í upphafi aldarinnar og flæði fjármagns um heiminn var orðið frjálsara. Þetta gerði mönnum kleift að fá lán í lágvaxtamynntum (t.d. jenum) og fjárfesta í sinni heimamynt (þetta er kallað "Carry Trade" og veldur styrkingu hávaxtagjaldmiðla á mótu lágvaxtagjaldmiðlum). Framboð fasteigna er mjög tregbreytanlegt (vegna framkvæmdatíma og á óskiljanlegan hátt, tregðu stjórnvalda til að deila út landi - sennilega séríslenskt fyrirbrigði), en það hjálpar til við að ýta verði upp. Þessir þættir, auk græðgi mannsins og þörf hans til að fara stuttu leiðina að auknum lífsgæðum, hafa ollið því að fasteignamarkaðir heimsins hafa hækkað jafn hratt og raun ber vitni. En hvernig er það, hafa fasteignir ekki skilað mjög góðri ávöxtun yfir lengri tímabil sögunnar?
Sannleikurinn er sá að fasteignir hafa skilað verri ávöxtun en ríkisvíxlar frá 1890 til 2005 og þá er ekki búið að taka tillit til viðhaldskostnaðar, sem gerir ávöxtunina enn slappari (ef menn hafa áhuga á að kynna sér málið frekar, mæli ég með þessari). Auk þess sem almenn gæði fasteigna voru langt frá því sem við þekkjum í dag (klósett voru munaður). Góð langtímaávöxtun fasteigna er því ein af þeim dylgjum sem hafa skotið upp kollinum þessa bóluna og menn hafa notað óspart til að réttlæta óþarflega viðamiklar fasteignafjárfestingar. Önnur dylgja sem reglulega heyrist er að land hljóti að hækka með veldisvexti eftir því sem fólki á jörðinni fjölgar. Hér er hollt að skoða kort af heiminum, horfa á óbyggðu svæðin og hafa í huga að nýjustu mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúafjöldi heimsins nái hámarki í "aðeins" 10 mö. manns (erum núna um 6.6 ma. Wikipedia), sem er töluverð lækkun frá fyrri spám (minnir að menn hafi verið að spá 14 mö. fyrir nokkrum árum). Skortur á landi er því ekki í augsýn.
Mikilvægasti þátturinn í fasteignahækkuninni er þó auðvelt aðgengi að ódýru fjármagni undanfarinn áratug. Þetta fjármagn hefur leitað út í hagkerfið í gegnum verktakafyrirtækin, aukið neyslu, hagvöxt og verðbólgu í hinum vestræna heimi. Menn hafa því bara getað verið "jollý fíling" yfir þessu öllu. Þetta hefur valdið stöðugum vaxtahækkunum, sem hækkar fjármagnskostnað íbúðakaupenda (mishratt, eins og dæmin sanna) og gerir þá viðkvæmari fyrir áföllum sem valda tekjutapi (t.d. slys eða atvinnumissir). Þegar hægja tekur á hinu vestræna hagkerfi og atvinnuleysi eykst mun skuldsetningin því valda miklum vandræðum fyrir heimilin og hraða lækkun fasteignaverðs.
Bankarnir virðast ekki hafa haft miklar áhyggjur af útlánaáhættu (að fá lánin endurgreidd), heldur lánað fólki sem hefur lent í vandræðum til að "redda því fyrir horn". Þetta hefur verið auðvelt, þar sem fasteignir hafa hækkað stöðugt og veðhæfið þar með líka. Peningamagn í umferð hefur því aukist jafnt og þétt.
Nú sér hins vegar fyrir endan á þessari bólu. Fasteignalán í BNA hafa súrnað allverulega undanfarna mánuði og afleiðingarnar berast víða. Nota bene, þetta hefur gerst á sama tíma og hagvöxtur í heiminum hefur verið góður og atvinnuleysi lítið, sumsé fínt umhverfi til að standa í skilum. Núverandi lánveitendur (óbeinir lánveitendur, sem hafa keypt allskyns fjármálaafurðir af upphaflegu lánveitendunum) keppast nú við að afskrifa þessi lán. Fasteignir í BNA hafa lækkað jafnt og þétt undanfarið ár og almennt er búist við að breski markaðurinn fari að lækka á næstunni. Á endanum mun íslenski fasteignamarkaðurinn einnig leiðrétta sig, þegar menn hefa áttað sig á hvílíkar skýjaborgir menn hafa byggt sér. Vegna tregbreytanleika markaðarins gæti lækkun fasteignamarkaða gæti hins vegar tekið langan tíma, jafnvel nokkur ár. Þeir sem eru hvað skuldugastir munu verða hvað verst úti.
Mér finnst líklegt að væntanleg lækkun fasteignamarkaða muni hafa veruleg áhrif á vestræna hagkerfið í heild og fjárfesting og neysla dragist saman (hagvöxtur minnkar). Þetta mun aftur hafa áhrif á hlutabréfamarkaðina. Það gæti því verið leiðinlegt ár í vændum á vestrænum fjármálamörkuðum. Ég ætla hins vegar ekki að dæma um Asíu eða aðra fjarræna fasteignamarkaði, sem ég þekki ekki eins vel. Reyndar gæti ég trúað að Asía eigi eftir að draga á vesturlönd í þjóðarframleiðslu eftir þetta ævintýri.
Ég bara varð að létta á hjarta mínu.
föstudagur, 2. nóvember 2007
Boltinn
Fór ekki alveg eins og ætlað var. Við komumst ekki upp úr riðlinum, en held að við höfum gert ágætlega m.v. "gæði" liðsins. Ljósi punkturinn var þó sá að við unnum kennarana 1-0, þar sem ég sett´ann hjá deildarforsetanum okkar utanaf kanti. Það var nú gaman. Við enduðum jafnir þeim að stigum, en þeir komust úr riðlinum á fleiri skoruðum mörkum. Sem var ekki eins gaman.
Er reyndar ennþá slappur, þannig að ég ákvað að sleppa því að fara á pöbbinn þar sem verðlaunin verða afhent, o.fl. Svo það verða bara rólegheit í kvöld. Í mesta lagi smá lærdómur. Enda var síðasta helgi alveg nóg í bili.
Síðan er náttúrulega stórleikur á morgun kl. 12:15 þegar mínir menn mæta rauðu helvítunum.
Er reyndar ennþá slappur, þannig að ég ákvað að sleppa því að fara á pöbbinn þar sem verðlaunin verða afhent, o.fl. Svo það verða bara rólegheit í kvöld. Í mesta lagi smá lærdómur. Enda var síðasta helgi alveg nóg í bili.
Síðan er náttúrulega stórleikur á morgun kl. 12:15 þegar mínir menn mæta rauðu helvítunum.
fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Áskipti
Er orðinn eitthvað slappur. Hálsbólga og slen síðan gærkvöldi og í morgun. Mér þykir þetta nú allóvenjulegt, þar sem ég er yfirleitt ekki veikur lengur oftar en einu sinni á ári, en er búinn að vera tvisvar veikur á einum mánuði núna. Maður er kannski enn að venjast loftinu (les. loftleysinu og menguninni). Vona að ég verði orðinn góður á morgun, þar sem ég stefni á fótboltatúrneringu seinnipartinn. En við spilum m.a. við deildarforsetann okkar, sem gæti orðið áhugavert :). Verði ég ekki orðinn góður þá reyni ég örugglega bara að hlaupa þetta úr mér.
Bjarkey er hins vegar orðin góð af ristilveseninu og sannaði það með því að rúlla upp einu stykki "Strategic cost management" - prófi í dag.
Þannig að við skiptumst eiginlega á að vera dugleg og veik þessa dagana.
Bjarkey er hins vegar orðin góð af ristilveseninu og sannaði það með því að rúlla upp einu stykki "Strategic cost management" - prófi í dag.
Þannig að við skiptumst eiginlega á að vera dugleg og veik þessa dagana.
sunnudagur, 28. október 2007
Ristilkrampi
er ekkert sérstaklega skemmtilegur. Allavega m.v. það sem Bjarkey mátti upplifa um helgina. Hún gat lítið sem ekkert borðað og varla staðið. Læknirinn hennar á Siglufirði sagði að hann hefði látið hana fá næringu í æð í tvo daga á meðan hún væri að ná sér, ef hún væri á heimaslóðum. Það var á föstudagskvöldið sem þetta fór að láta kræla á sér (þá var ég í afmælispartíi, hversu vel sem það kann nú að hljóma) og náði hámarki í gær. Hún er orðin töluvert betri núna og er farin að borða aftur. Ekki þó orðin verkjalaus og getur ekki staðið lengi í einu. Vonast til að verða orðin góð á morgun, þar sem hún þarf að fara í miðannarpróf (þ.a. þetta var ekki besta tímasetningin fyrir veikindi).
Ég fékk mína lífsnauðsynlegu tölvu aftur á þriðjudaginn, einni og hálfri viku fyrr en ég reiknaði með, sem var mjög ánægjulegt. Ég hef hinsvegar ekki séð mér fært að blogga vegna anna. Vonandi næ ég að henda inn aðeins fleiri línum á næstunni, þó óvíst sé.
Búið að vera töluvert annríki í skólanum og það á bara eftir að aukast. Forritunarverkefni voru í hámæli sl. viku og þeim líkur væntanlega nú í vikunni. Þá verður öllum verkefnum í einum áfanga lokið á þessari önn og hægt að snúa sér að fullu að öðrum verkefnum (sem eru ærin).
Eins og áður var getið lenti ég í afmælisteiti á föstudaginn hjá pólverja í bekknum að nafni Bart (Já, hann er svolítið líkur nafna hans, Simpson). Teiti þetta var haldið á pöbb hér í borg og fór fram með ágætum. Þynnkuna á laugardaginn notaði ég svo til að skoða atvinnumöguleika hjá bönkunum í London (sótti um tvær vinnur í rælni) og að þjónusta Bjarkey eftir þörfum. Dagurinn í dag hefur svo farið í hlaup, áframhaldandi starfsumsóknir og áhorf á 1-1 jafntefli Liverpool og Arsenal, sem voru mjög ásættanleg úrslit, að mínu mati.
Búið er að ákveða Íslandsför í desember. Hún hefst 21. desember og lýkur 28. desember (millilanda- og innanlandslug eru samdægurs við heim- og útför). Sáum okkur þann kost vænstan að vera ekki yfir áramótin, þar sem þau eru óþægilega nálægt prófunum. Ákváðum að skipta liði og vera í heimahéruðum okkar, þar sem þessi tími er of lítill til skiptana.
Ekki fleira í fréttum í bili.
Ég fékk mína lífsnauðsynlegu tölvu aftur á þriðjudaginn, einni og hálfri viku fyrr en ég reiknaði með, sem var mjög ánægjulegt. Ég hef hinsvegar ekki séð mér fært að blogga vegna anna. Vonandi næ ég að henda inn aðeins fleiri línum á næstunni, þó óvíst sé.
Búið að vera töluvert annríki í skólanum og það á bara eftir að aukast. Forritunarverkefni voru í hámæli sl. viku og þeim líkur væntanlega nú í vikunni. Þá verður öllum verkefnum í einum áfanga lokið á þessari önn og hægt að snúa sér að fullu að öðrum verkefnum (sem eru ærin).
Eins og áður var getið lenti ég í afmælisteiti á föstudaginn hjá pólverja í bekknum að nafni Bart (Já, hann er svolítið líkur nafna hans, Simpson). Teiti þetta var haldið á pöbb hér í borg og fór fram með ágætum. Þynnkuna á laugardaginn notaði ég svo til að skoða atvinnumöguleika hjá bönkunum í London (sótti um tvær vinnur í rælni) og að þjónusta Bjarkey eftir þörfum. Dagurinn í dag hefur svo farið í hlaup, áframhaldandi starfsumsóknir og áhorf á 1-1 jafntefli Liverpool og Arsenal, sem voru mjög ásættanleg úrslit, að mínu mati.
Búið er að ákveða Íslandsför í desember. Hún hefst 21. desember og lýkur 28. desember (millilanda- og innanlandslug eru samdægurs við heim- og útför). Sáum okkur þann kost vænstan að vera ekki yfir áramótin, þar sem þau eru óþægilega nálægt prófunum. Ákváðum að skipta liði og vera í heimahéruðum okkar, þar sem þessi tími er of lítill til skiptana.
Ekki fleira í fréttum í bili.
sunnudagur, 21. október 2007
Enn tölvuleysi
Jæja, þá er maður búinn að vera tölvulaus í meira en viku. Þetta er ekkert sérstakt, sérstaklega þegar maður þarf að vinna verkefni í forritun. Þá er nú betra að vera með tölvu. En þetta reddast með skólatölvunum og tölvunni hennar Bjarkeyjar, sem ég stalst í núna. Ég þarf víst að þola þetta töluvert lengur, þar sem meðalviðgerðartími hjá verkstæðinu er 10-14 virkir dagar! Maður reynir þá bara að læra þeim mun meira fyrst maður getur ekki hangið á netinu tímunum saman.
Skólinn gengur enn bara vel. Þetta er ekki orðið neitt yfirgengilega flókið ennþá, en maður þarf að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að vera undirbúinn fyrir alla tímana.
Það verður fótboltamót 2. nóvember í skólanum, á milli brauta, og verðum við í Quantitative Finance með lið. Það verður gaman. Fórum einmitt strákarnir á föstudaginn og tókum smá æfingu fyrir þetta. Við erum kannski ekki heimsmeistaraefni, en það verður gaman að spila þarna, sérstaklega þar sem staffið í skólanum og kennararnir verða með lið líka. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja launa grátt lamb :) (reyndar hef ég aldrei skilið af hverju laun fyrir grátt lamb eigi að vera eitthvað slæm).
Annað var ekki í fréttum.
Skólinn gengur enn bara vel. Þetta er ekki orðið neitt yfirgengilega flókið ennþá, en maður þarf að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að vera undirbúinn fyrir alla tímana.
Það verður fótboltamót 2. nóvember í skólanum, á milli brauta, og verðum við í Quantitative Finance með lið. Það verður gaman. Fórum einmitt strákarnir á föstudaginn og tókum smá æfingu fyrir þetta. Við erum kannski ekki heimsmeistaraefni, en það verður gaman að spila þarna, sérstaklega þar sem staffið í skólanum og kennararnir verða með lið líka. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja launa grátt lamb :) (reyndar hef ég aldrei skilið af hverju laun fyrir grátt lamb eigi að vera eitthvað slæm).
Annað var ekki í fréttum.
fimmtudagur, 11. október 2007
Tolvuvesen
Gaman ad lenda i veseni med tolvuna sina 3 vikum eftir ad hun hefur verid keypt. Thannig er mal med vexti ad nu er tolvan min farinn ad slokkva a ser algjorlega upp ur thurru og helst um leid og hun er buin ad raesa ser upp. Eins gott ad madur er med tetta i abyrgd, thannig ad hun fer a verkstaedi a THRIDJUDAGINN i naestu viku(hringdi i gaermorgun i soluadilann). Skjot og got afgreidsla hja bretanum, eins og fyrri daginn. Eg er tvi a skolabokasafninu thegar thetta er ritad. Thad verdur thess vegna ekki bloggad mikid a naestunni, tid fyrirgefid thad.
Ekkert drastiskt hefur gerst hvortsemer og eg reikna ekki med ad tad verdi a naestunni. Laet vita ef su aetlun stenst ekki.
Ekkert drastiskt hefur gerst hvortsemer og eg reikna ekki med ad tad verdi a naestunni. Laet vita ef su aetlun stenst ekki.
laugardagur, 6. október 2007
Vika 1
var bara nokkuð þægileg. Ég lærði fátt nýtt. Meira að segja í forritunartímanum var ég nokkuð vel að mér fyrirfram. Fyrsta hópverkefni annarinnar var klárað auðveldlega á föstudaginn, en það á að skila því í næstu viku. Þægilegheitin hafa sennilega gert mann aðeins of afslappaðann. Maður hefur ekki alveg nennu til að stúdera neitt af krafti eins og er. Veit að það gengur ekki, þar sem á brattann verður að sækja þegar líður á önnina, sér í lagi þegar verkefnaálagið verður sem mest.
Ég hef því ákveðið að vera samviskusamur í haust og lesa námsefnið alltaf fyrir tímana. En það held ég að ég hafi aldrei gert á mínum 17 ára námsferli. Reyndar hef ég sjaldnast lesið námsefnið (fyrir utan glærur og glósur) yfir höfuð, en það er annað mál.
Annars er lítið að frétta. Ekkert djamm um þessa helgi. Hún hefur farið í lestur og afslöppun í bland. Það eru margir byrjaðir að sækja um störf hérna í bankageiranum fyrir næsta ár, en stóru fjárfestingabankarnir eru með umsóknarfresti í störf fyrir útskriftarnema næsta árs sem renna út í okt. og nóv. Maður prófar kannski að sækja um einn eða tvo til að sjá hvort maður kemst eitthvað áfram og hvernig þetta virkar. Það er bara fín reynsla. En það er ekki nema örlítið brot sem fær vinnu svona snemma í náminu. Flestir eru að detta inn í störf á síðustu önninni, eða eftir námið, að því að mér skilst. En það er samt um að gera að drita ferilskránni sem víðast og sjá hvað gerist, maður tapar engu á því.
Ég hef því ákveðið að vera samviskusamur í haust og lesa námsefnið alltaf fyrir tímana. En það held ég að ég hafi aldrei gert á mínum 17 ára námsferli. Reyndar hef ég sjaldnast lesið námsefnið (fyrir utan glærur og glósur) yfir höfuð, en það er annað mál.
Annars er lítið að frétta. Ekkert djamm um þessa helgi. Hún hefur farið í lestur og afslöppun í bland. Það eru margir byrjaðir að sækja um störf hérna í bankageiranum fyrir næsta ár, en stóru fjárfestingabankarnir eru með umsóknarfresti í störf fyrir útskriftarnema næsta árs sem renna út í okt. og nóv. Maður prófar kannski að sækja um einn eða tvo til að sjá hvort maður kemst eitthvað áfram og hvernig þetta virkar. Það er bara fín reynsla. En það er ekki nema örlítið brot sem fær vinnu svona snemma í náminu. Flestir eru að detta inn í störf á síðustu önninni, eða eftir námið, að því að mér skilst. En það er samt um að gera að drita ferilskránni sem víðast og sjá hvað gerist, maður tapar engu á því.
þriðjudagur, 2. október 2007
Veikindum lokið - skólinn byrjar!
Fór út í dag í fyrsta skiptið síðan á laugardaginn. Ég slapp lifandi frá því og held að ég sé orðinn góður af kvefinu.
Fyrsti tíminn var í dag og var hann á sviði Eignaverðlagningar (Asset Pricing). Mér sýnist þetta ætla að verða léttasti kúrsinn, enda flestallt í honum eitthvað sem ég er búinn að læra áður og er ekki kenndur út frá mjög stærðfræðilegu sjónarhorni. Á morgun fer ég hins vegar í fyrstu tímana í Hagmælingum (Econometrics) og Afleiðum (Derivatives). Reikna má með að það verði umtalsvert meiri átök í þeim í haust, a.m.k. í Econometrics-kúrsinum. Síðasti áfanginn hjá mér í haust er svo forritunaráfangi að nafni "Numerical Methods 1", en þar er farið í grunnatriðin í C++. Hann er kenndur á fimmtudögum. Held að hann gæti orðið mjög skemmtilegur ef maður nær góðum tökum á grunninum.
Glöggir lesendur hafa því vonandi tekið eftir að það eru því hvorki tímar hjá mér á föstudögum eða mánudögum. Einhverntíman hefði þetta þýtt duglegt fyllerí um hverja helgi, þar sem maður er búinn að skutla í þetta nám sem svarar um árshækkun markaðsverðs meðalíbúðar í Reykjavík sl. ár þá er nú eins gott að halda sér við efnið. Svo er maður náttúrulega orðinn allt of ráðsettur til að standa í svoleiðis veseni um hverja helgi.
En allavega, ég er kominn á ról aftur, þannig að þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér.
Fyrsti tíminn var í dag og var hann á sviði Eignaverðlagningar (Asset Pricing). Mér sýnist þetta ætla að verða léttasti kúrsinn, enda flestallt í honum eitthvað sem ég er búinn að læra áður og er ekki kenndur út frá mjög stærðfræðilegu sjónarhorni. Á morgun fer ég hins vegar í fyrstu tímana í Hagmælingum (Econometrics) og Afleiðum (Derivatives). Reikna má með að það verði umtalsvert meiri átök í þeim í haust, a.m.k. í Econometrics-kúrsinum. Síðasti áfanginn hjá mér í haust er svo forritunaráfangi að nafni "Numerical Methods 1", en þar er farið í grunnatriðin í C++. Hann er kenndur á fimmtudögum. Held að hann gæti orðið mjög skemmtilegur ef maður nær góðum tökum á grunninum.
Glöggir lesendur hafa því vonandi tekið eftir að það eru því hvorki tímar hjá mér á föstudögum eða mánudögum. Einhverntíman hefði þetta þýtt duglegt fyllerí um hverja helgi, þar sem maður er búinn að skutla í þetta nám sem svarar um árshækkun markaðsverðs meðalíbúðar í Reykjavík sl. ár þá er nú eins gott að halda sér við efnið. Svo er maður náttúrulega orðinn allt of ráðsettur til að standa í svoleiðis veseni um hverja helgi.
En allavega, ég er kominn á ról aftur, þannig að þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér.
sunnudagur, 30. september 2007
Veikindi
Jæja, veikindin ágerðust töluvert meira en ég reiknaði með. Var kominn með hita og beinverki (í fyrsta skipti sem ég hef upplifað svoleiðis) þegar ég fór að sofa í gær. Bjarkey er hægt og rólega að ná sér, þó hún hafi nú ekki komist langt fram úr rúminu í dag, frekar en ég. Dagurinn hefur því að mestu farið í afslöppun, líkt og gærdagurinn. Vona að ég verði eftir þetta búinn að taka út veikindaskammtinn fyrir næsta árið a.m.k. Þá væri þetta ásættanlegt. Kannski að maður reyni að koma sér í smá form í kjölfarið af þessu. Það er ágætis forvörn gegn veikluleika.
laugardagur, 29. september 2007
Skólatöskudjamm
Jæja, þá er maður búinn að prófa fyllerí að hætti breta. Mér líst mjög vel á bekkinn. Þetta virðist ætla að verða þokkalega samheldinn hópur.
Fórum um 10 strákar (2 írar, 2 englendingar, 2 indverjar, 1 hollendingur, 1 Pólverji, og 1 keníabúi/indverji/englendingur) úr bekknum á háskólapöbbinn eftir skóla (kl. 6 í gær), en þá var þegar orðið fullsetið, en við fengum okkur einn þar sem við stóðum þarna. Vorum reyndar búnir að kíkja á restaurant fyrir tímann þar sem menn fengu sér einn með matnum (sem orsakaði reyndar það að diffurjöfnurnar runnu ekki alveg eins greiðlega ofan í mannskapinn).
Eftir það fórum við á kráarrölt og var tekið nokkuð vel á því. Írarnir keyrðu þetta áfram, eins og þeim einum er lagið. Eftir kvöldið vorum við búnir að flakka á milli 3 kráa og fara á einn "klúbb", án þess að setjast einu sinni niður og með skólatöskurnar á okkur allan tímann (allar merktar Cass, þannig að markaðsspekúlantarnarnir væru örugglega ánægðir með auglýsingagildið á þessu hjá okkur.)
Þetta var sennilega fyrsta og eina bekkjardjammið á þessari önn, en við reiknum með að þetta verði bara stíf keyrsla þar til í lok janúar, þegar prófum líkur. Þá er stefnt á næsta geim.
Það er nokkur eftirmáli af þessu hjá mér, almennur slappleiki og slen. Gæti verið að ég sé búin að ná mér í kvef, en Bjarkey er búin að vera nokkuð slöpp gær og í dag. Maður hefur því bara verið að taka því rólega í dag.
Fórum um 10 strákar (2 írar, 2 englendingar, 2 indverjar, 1 hollendingur, 1 Pólverji, og 1 keníabúi/indverji/englendingur) úr bekknum á háskólapöbbinn eftir skóla (kl. 6 í gær), en þá var þegar orðið fullsetið, en við fengum okkur einn þar sem við stóðum þarna. Vorum reyndar búnir að kíkja á restaurant fyrir tímann þar sem menn fengu sér einn með matnum (sem orsakaði reyndar það að diffurjöfnurnar runnu ekki alveg eins greiðlega ofan í mannskapinn).
Eftir það fórum við á kráarrölt og var tekið nokkuð vel á því. Írarnir keyrðu þetta áfram, eins og þeim einum er lagið. Eftir kvöldið vorum við búnir að flakka á milli 3 kráa og fara á einn "klúbb", án þess að setjast einu sinni niður og með skólatöskurnar á okkur allan tímann (allar merktar Cass, þannig að markaðsspekúlantarnarnir væru örugglega ánægðir með auglýsingagildið á þessu hjá okkur.)
Þetta var sennilega fyrsta og eina bekkjardjammið á þessari önn, en við reiknum með að þetta verði bara stíf keyrsla þar til í lok janúar, þegar prófum líkur. Þá er stefnt á næsta geim.
Það er nokkur eftirmáli af þessu hjá mér, almennur slappleiki og slen. Gæti verið að ég sé búin að ná mér í kvef, en Bjarkey er búin að vera nokkuð slöpp gær og í dag. Maður hefur því bara verið að taka því rólega í dag.
miðvikudagur, 26. september 2007
Rip-off útgáfan af bankakerfi
Jæja, nú stendur yfir mikil barátta við hið breska skrifræði. Að stofna bankareikning er líklega einn almesti höfuðverkur sem hægt er að fást við í London. Er búinn að skila inn umsókn í HSBC bankann (sem varð að gerast á netinu, eins og flestannað hér í borg), eftir að hafa farið nokkra hringi í skólanum til að redda pappírum til staðfestingar á að ég væri raunverulega námsmaður og að hafa farið fýluferð í bankann þar sem við fengum þær upplýsingar að hægt væri að gera þetta í næsta útibúi. Nú er bara að bíða í þessar tvær vikur eftir svarinu og athuga hvort ég hljóti samþykki yfirdrottnara búrókratíunnar fyrir geymslu á peningum. Ef mér hlotnast sá heiður fæ ég að borga 5 pund! á mánuði!! til þess að fá að geyma peningana hjá hinum háæruverðuga banka.
Það væri nú gaman. Ég gef þessu þó aðeins 50/50 líkur á að verða lokið fyrir áramót. Sjálfsagt hægt að kalla það "þvingaðan sparnað".
Annars lítið að frétta. Fyrir utan þetta: http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html. :)
Það væri nú gaman. Ég gef þessu þó aðeins 50/50 líkur á að verða lokið fyrir áramót. Sjálfsagt hægt að kalla það "þvingaðan sparnað".
Annars lítið að frétta. Fyrir utan þetta: http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html. :)
mánudagur, 24. september 2007
Tilgangurinn
Eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast er að spyrja stórra spurninga. Ekki skiptir öllu máli hvernig eða hvort spurningunum er svarað, heldur er það glíman við þær sem gerir þær skemmtilegar. Spurningin um tilgang lífsins er sennilega ein sú allra stærsta. Mig langar að glíma við þessa spurningu stuttlega út frá eigin sjónarhóli.
Hægt er að skilja þessa spurningu á a.m.k. tvo vegu, eftir því hvort "lífið" er skilgreint sem "líf einstaklings" eða "lífið á jörðinni". Ég ætla að byrja á tilganginum með lífinu á jörðinni.
Lífið á jörðinni sem heild er mjög einangrað í alheimslegu samhengi og ég get ekki séð að það sé tilgangur með því í núverandi mynd. Það bara er þarna, eins og fyrir hálfgerða tilviljun. Vísindamenn telja að sólin muni gleypa jörðina eftir einhverja 4 milljarða ára (ef ég man rétt), og taka Mars a.m.k. með sér. Þegar að því kemur hafa væntanlega orðið drastískar breytingar á lífríkinu á jörðinni svo maðurinn fær mjög líklega ekki tækifæri til að lifa fram að þeim tíma. Altént verður maðurinn að vera búinn að hypja sig áður en að því kemur, ef hann, eða eitthvað afsprengi af honum (Superman), nær að lifa fram að þeim tíma. Takist Superman þetta bíður enn skuggalegra verkefni, sem er að lifa af alkulið og vöntunina á orku sem fylgir því þegar allar sólir nálgast það að verða útbrunnar og svartholunum fækkar samhliða samruna þeirra. Alheimurinn verður á endanum algjörlega svartur og gjörsamlega ólífvænlegur (skv. því sem vísindamenn segja í dag). Það getur því ekki verið tilgangur sem fylgir því að lífið nái fram að ganga út í eilífðina. Hins vegar er hugsanlegt að lífið á jörðinni (eða annarsstaðar) hafi einhvern tilgang óafvitandi. Það væri t.d. hægt að ímynda sér guð stökkva fram á sjónarsviðið einn daginn og tilkynna: til hamingju! takmarkinu er náð! maðurinn er nú orðin jafn fjölmennur og öll skordýr í heiminum til samans! Pési! Opnaðu nú fyrir öllum og svo höldum við rækilega upp á þetta! Og við myndum öll hverfa til himna til forfeðra okkar og ekki þurfa neinu að kvíða eftir það.
Hugsanlegt, en trúleysi mitt aftrar mér frá því að aðhyllast kenningu sem þessa.
Ef við skrúfum hins vegar aðeins inn á við og horfum á einstakar lífverur er auðvelt að sjá að þær hafa allar sinn tilgang: að halda lífinu á jörðinni gangandi. Ég held að allar lífverur fyrir utan manninn séu pottþéttar á hver tilgangur lífsins er, sem er einfaldlega að lifa af og koma erfðaefnum sínum áfram til næstu kynslóðar. Nái lífverur þessum tilgangi sínum trúað ég að þær hverfi sáttar yfir móðuna miklu.
Mannkynið hefurlifað eftir þessum sama tilgangi, þar til eftir iðnbyltinguna, þegar það að lifa af varð ekki eins krefjandi. Menn fara bara og vinna t.d. 40% af vökustundum sínum og þá er búið að redda málunum. Þar sem svo auðvelt er að ná þessu markmiði sem þurfti áður að berjast fyrir með kjafti og klóm er eðlilegt að maðurinn fyllist tilvistarkreppu og viti ekki hvað hann eigi við sig að gera.
Það er í höndum hvers og eins hvernig hann eyðir þessum tíma. Eyði hann tímanum í samræmi við gildismat sitt og í sátt við samfélagið eru góðar líkur á að hann öðlist hamingju og lífsfyllingu (líklega svipuð tilfinning og aðrar lífverur upplifa þegar þeirra lífstilgangi hefur verið náð, trúi ég) og getur þar með horfið sáttur á braut frá þessum heimi. Ef hann hins vegar villist af braut og lifir eftir hugmyndum og skoðunum annarra og/eða í trássi við samfélagið er ólíklegra að hann verði sáttur við sitt á endanum.
Þannig trúi ég að tilgangur lífsins (allra manna) sé einfaldlega að nota tímann sem við höfum í það sem er okkur og samfélagi okkar fyrir bestu og þannig er mögulegt öðlast verðlaunin (t.a.m. hamingjuna) sem því fylgja. Ég held að tilgangurinn geti því verið jafn mismunandi og mennirnir eru margir. Hann getur verið tónsmíðar, fótbolti, áhættustýringu, leikritun, leit að auknum skilningi á eðli alheimsins, eða hvað annað sem mönnum dettur í hug. Sennilega er heldur ekkert verra að hafa fleiri en einn tilgang.
Þetta er altént mín skoðun.
Hægt er að skilja þessa spurningu á a.m.k. tvo vegu, eftir því hvort "lífið" er skilgreint sem "líf einstaklings" eða "lífið á jörðinni". Ég ætla að byrja á tilganginum með lífinu á jörðinni.
Lífið á jörðinni sem heild er mjög einangrað í alheimslegu samhengi og ég get ekki séð að það sé tilgangur með því í núverandi mynd. Það bara er þarna, eins og fyrir hálfgerða tilviljun. Vísindamenn telja að sólin muni gleypa jörðina eftir einhverja 4 milljarða ára (ef ég man rétt), og taka Mars a.m.k. með sér. Þegar að því kemur hafa væntanlega orðið drastískar breytingar á lífríkinu á jörðinni svo maðurinn fær mjög líklega ekki tækifæri til að lifa fram að þeim tíma. Altént verður maðurinn að vera búinn að hypja sig áður en að því kemur, ef hann, eða eitthvað afsprengi af honum (Superman), nær að lifa fram að þeim tíma. Takist Superman þetta bíður enn skuggalegra verkefni, sem er að lifa af alkulið og vöntunina á orku sem fylgir því þegar allar sólir nálgast það að verða útbrunnar og svartholunum fækkar samhliða samruna þeirra. Alheimurinn verður á endanum algjörlega svartur og gjörsamlega ólífvænlegur (skv. því sem vísindamenn segja í dag). Það getur því ekki verið tilgangur sem fylgir því að lífið nái fram að ganga út í eilífðina. Hins vegar er hugsanlegt að lífið á jörðinni (eða annarsstaðar) hafi einhvern tilgang óafvitandi. Það væri t.d. hægt að ímynda sér guð stökkva fram á sjónarsviðið einn daginn og tilkynna: til hamingju! takmarkinu er náð! maðurinn er nú orðin jafn fjölmennur og öll skordýr í heiminum til samans! Pési! Opnaðu nú fyrir öllum og svo höldum við rækilega upp á þetta! Og við myndum öll hverfa til himna til forfeðra okkar og ekki þurfa neinu að kvíða eftir það.
Hugsanlegt, en trúleysi mitt aftrar mér frá því að aðhyllast kenningu sem þessa.
Ef við skrúfum hins vegar aðeins inn á við og horfum á einstakar lífverur er auðvelt að sjá að þær hafa allar sinn tilgang: að halda lífinu á jörðinni gangandi. Ég held að allar lífverur fyrir utan manninn séu pottþéttar á hver tilgangur lífsins er, sem er einfaldlega að lifa af og koma erfðaefnum sínum áfram til næstu kynslóðar. Nái lífverur þessum tilgangi sínum trúað ég að þær hverfi sáttar yfir móðuna miklu.
Mannkynið hefurlifað eftir þessum sama tilgangi, þar til eftir iðnbyltinguna, þegar það að lifa af varð ekki eins krefjandi. Menn fara bara og vinna t.d. 40% af vökustundum sínum og þá er búið að redda málunum. Þar sem svo auðvelt er að ná þessu markmiði sem þurfti áður að berjast fyrir með kjafti og klóm er eðlilegt að maðurinn fyllist tilvistarkreppu og viti ekki hvað hann eigi við sig að gera.
Það er í höndum hvers og eins hvernig hann eyðir þessum tíma. Eyði hann tímanum í samræmi við gildismat sitt og í sátt við samfélagið eru góðar líkur á að hann öðlist hamingju og lífsfyllingu (líklega svipuð tilfinning og aðrar lífverur upplifa þegar þeirra lífstilgangi hefur verið náð, trúi ég) og getur þar með horfið sáttur á braut frá þessum heimi. Ef hann hins vegar villist af braut og lifir eftir hugmyndum og skoðunum annarra og/eða í trássi við samfélagið er ólíklegra að hann verði sáttur við sitt á endanum.
Þannig trúi ég að tilgangur lífsins (allra manna) sé einfaldlega að nota tímann sem við höfum í það sem er okkur og samfélagi okkar fyrir bestu og þannig er mögulegt öðlast verðlaunin (t.a.m. hamingjuna) sem því fylgja. Ég held að tilgangurinn geti því verið jafn mismunandi og mennirnir eru margir. Hann getur verið tónsmíðar, fótbolti, áhættustýringu, leikritun, leit að auknum skilningi á eðli alheimsins, eða hvað annað sem mönnum dettur í hug. Sennilega er heldur ekkert verra að hafa fleiri en einn tilgang.
Þetta er altént mín skoðun.
föstudagur, 21. september 2007
Fréttir
Fattaði að ég opnaði bloggið án þess að segja neinar fréttir. Eftirfarandi er það sem á daga okkar Bjarkeyjar hefur drifið undanfarnar 2 vikur.
Flutningar:
Eyddum tveimur nóttum á hóteli hérna í London áður en við fengum íbúðina okkar, sem er við York Terrace East. Þetta er í Westminster, rétt sunnan við Regent´s Park, fyrir þá sem þekkja til. Mér sýnist þetta vera nokkurskonar ríkramannahverfi (Menn láta t.a.m. varla sjá sig á eldri bílum en 2006 og York Terrace West- gatan er einkavegur, sem er vaktaður allan sólahringinn, að ég held). Íbúðin er eftir væntingum. Málningin farin að flagna á baðinu, gólfið hallar allstaðar inn að miðju og myndar nokkursskonar skál, þannig að maður situr í ca. 5% halla hér við skrifborðið. Vona bara að þetta endi ekki með að við hrynjum niður á næstu hæð. En þetta dugar alveg, enda verður maður sennilega ekki mikið í því að halda kokteilboð næsta árið a.m.k.. Við eyddum síðan einum degi í að fara í IKEA til að versla það sem vantaði í íbúðina og setja það saman.
Verslaði mér einnig Acer-tölvu sem inniheldur Windows Vista (sem þið ættuð að forðast eins og heitan eldinn. Nema þið hafið ótakmarkaðann tíma í uppfærslur og hafið gaman af því að reka ykkur á veggi við að finna út úr einföldustu hlutum).
Skemmtun:
Fórum í skoðunarferð um London á þriðjudeginum í síðustu viku þar sem var rölt um borgina og farið létt yfir söguna. Tengdafamelían kom í heimsókn um síðustu helgi og fórum við m.a. á leik West Ham og Middlesbrough, sem endaði 3-0 f. WH. Lítill tími hefur hins vegar gefist til skemmtana enn sem komið er vegna allskyns redderinga tengda flutningunum.
Skólinn:
Byrjaði á þriðjudaginn en nú standa induction-vikur yfir, sem eru 2 og ætlaðar til uppryfjunar á námsefni og fyrir okkur til að kynna okkur skólann almennt. Alvöruskólinn byrjar svo 1. okt. Deildarforsetinn hjá mér náði að hræða úr fólkinu líftóruna með tali um það hvað þetta yrði erfitt nám hjá okkur. Einn hefur þegar skipt og farið í almenn fjármál og fleiri hafa hugleitt að flytja sig um set. Það hefur hins vegar ekki hvarflað að mér. Sennilega of þrjóskur.
Eftir skóla í dag verður samkoma fyrir alla MSc nema og kennara þar sem við verðum formlega boðin velkomin, væntanlega með snittum og léttum veitingum.
Þetta er gróflega það sem hefur gengið á undanfarið. Held ykkur uppfærðum.
Flutningar:
Eyddum tveimur nóttum á hóteli hérna í London áður en við fengum íbúðina okkar, sem er við York Terrace East. Þetta er í Westminster, rétt sunnan við Regent´s Park, fyrir þá sem þekkja til. Mér sýnist þetta vera nokkurskonar ríkramannahverfi (Menn láta t.a.m. varla sjá sig á eldri bílum en 2006 og York Terrace West- gatan er einkavegur, sem er vaktaður allan sólahringinn, að ég held). Íbúðin er eftir væntingum. Málningin farin að flagna á baðinu, gólfið hallar allstaðar inn að miðju og myndar nokkursskonar skál, þannig að maður situr í ca. 5% halla hér við skrifborðið. Vona bara að þetta endi ekki með að við hrynjum niður á næstu hæð. En þetta dugar alveg, enda verður maður sennilega ekki mikið í því að halda kokteilboð næsta árið a.m.k.. Við eyddum síðan einum degi í að fara í IKEA til að versla það sem vantaði í íbúðina og setja það saman.
Verslaði mér einnig Acer-tölvu sem inniheldur Windows Vista (sem þið ættuð að forðast eins og heitan eldinn. Nema þið hafið ótakmarkaðann tíma í uppfærslur og hafið gaman af því að reka ykkur á veggi við að finna út úr einföldustu hlutum).
Skemmtun:
Fórum í skoðunarferð um London á þriðjudeginum í síðustu viku þar sem var rölt um borgina og farið létt yfir söguna. Tengdafamelían kom í heimsókn um síðustu helgi og fórum við m.a. á leik West Ham og Middlesbrough, sem endaði 3-0 f. WH. Lítill tími hefur hins vegar gefist til skemmtana enn sem komið er vegna allskyns redderinga tengda flutningunum.
Skólinn:
Byrjaði á þriðjudaginn en nú standa induction-vikur yfir, sem eru 2 og ætlaðar til uppryfjunar á námsefni og fyrir okkur til að kynna okkur skólann almennt. Alvöruskólinn byrjar svo 1. okt. Deildarforsetinn hjá mér náði að hræða úr fólkinu líftóruna með tali um það hvað þetta yrði erfitt nám hjá okkur. Einn hefur þegar skipt og farið í almenn fjármál og fleiri hafa hugleitt að flytja sig um set. Það hefur hins vegar ekki hvarflað að mér. Sennilega of þrjóskur.
Eftir skóla í dag verður samkoma fyrir alla MSc nema og kennara þar sem við verðum formlega boðin velkomin, væntanlega með snittum og léttum veitingum.
Þetta er gróflega það sem hefur gengið á undanfarið. Held ykkur uppfærðum.
fimmtudagur, 20. september 2007
Blogg
Jæja, þá er maður orðinn einn af bloggurum alheimsins. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég staddur úti í London við nám í fjármálaverkfræði og er blogg þetta m.a. hugsað sem fréttamiðill sérsniðinn að þörfum vina og ættingja sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem er að gerast hjá mér í útlandinu. Þykir mér þetta hentugt form nú þar sem ég hef aldrei verið mikill símamasari og mun þar að auki engan vegin hafa tíma til að halda fólki uppfærðu um það sem er að gerast hjá mér, vegna fyrirsjáanlegra anna í náminu. Ég vona þó að mér vinnist tími til að henda hingað inn heimspekivangaveltum um mannlegt eðli og/eða fjármálamarkaði. Það væri nú gaman.
Held ég hafi þetta ekki lengra að sinni. Ég stefni á að henda inn einhverjum myndum frá útlandinu og svona þegar ég er búinn að læra á þetta bloggsýstem.
bless á meðan.
Held ég hafi þetta ekki lengra að sinni. Ég stefni á að henda inn einhverjum myndum frá útlandinu og svona þegar ég er búinn að læra á þetta bloggsýstem.
bless á meðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)