sunnudagur, 30. september 2007

Veikindi

Jæja, veikindin ágerðust töluvert meira en ég reiknaði með. Var kominn með hita og beinverki (í fyrsta skipti sem ég hef upplifað svoleiðis) þegar ég fór að sofa í gær. Bjarkey er hægt og rólega að ná sér, þó hún hafi nú ekki komist langt fram úr rúminu í dag, frekar en ég. Dagurinn hefur því að mestu farið í afslöppun, líkt og gærdagurinn. Vona að ég verði eftir þetta búinn að taka út veikindaskammtinn fyrir næsta árið a.m.k. Þá væri þetta ásættanlegt. Kannski að maður reyni að koma sér í smá form í kjölfarið af þessu. Það er ágætis forvörn gegn veikluleika.

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Oj. Það mætti halda að þið hefðuð komið í heimsókn til mín...
Á þessu heimili er verið að undirbúa margföldun á lýsis og vítamínsáti. Við utlum ekki að hafa hor í allan vetur.

Sigurvin sagði...

Já, þetta er allavega ekki mjög íslendingalegt, einn dagur þar sem hiti fer undir 20 gráður og við steinliggjum bæði.
Best að endurskoða næringuna líka. Þessir tveir fæðuflokkar sem við borðum eru sennilega ekki nóg.