fimmtudagur, 29. maí 2008

Ógnun/Tækifæri?

Hækkun olíuverðs hefur verið mikið til umjöllunar undanfarið um allan heim. Atvinnubílstjórar kveina og biðja ríkið um skattalækkanir til að gera þeim reksturinn auðveldari. Ef mörg ríki myndu varða við þessari ósk myndi þetta náttúrulega bara auka eftirspurn og heimsmarkaðsverðið myndi fara enn hærra - olíufurstum til ánægju, ríkisstjórnum til armæðu og olíuneytendur munu ekki verða fyrir áhrifum - til lengri tíma litið. Málið er nefninlega að framboð af olíu er komið upp undir ákveðið þak sem olíuhreinsunarstöðvar heimsins anna - um 84 milljón tunnur á dag.

Það er skrítið að fylgjast með stefnuleysinu í heimsmálunum stundum. Þegar veðrahamfarir eiga sér stað kvarta menn yfir gróðurhúsaáhrifum og lofa betrun til að bæta úr skák. Svo þegar á að fara að rukka meira fyrir olíuna kvarta menn í staðin fyrir að slá tvær flugur í einu höggi og stuðla að bættu andrúmslofti og spara í leiðinni. Það er allavega klárt mál að það eru ótal leiðir til að spara í olíuneyslu ef menn einfaldlega nenna að spá í því. Ég nefni bara vistakstur, sem ég efast um að margir hafi kynnt sér og getur sparað ég-man-ekki-hvað marga tugi prósenta í bensíneyðslu. Vandinn er að sumir sjá bara ógnanir í breytingum.

Aðrir sjá tækifæri í þessu. Þar á meðal eru flutningafyrirtæki sem einbeita sér að því að fjárfesta í sparneytnari bílum og þjálfa bílstjórana upp í að vera meðvitaða um eyðsluna. Sum fyrirtæki finna tækifæri til að nýta olíuna betur en áður. Toyota er eitt af þeim með Priusinn og hafa stórgrætt á. Svo eru það náttúrulega orkufyrirtæki sem nýta "hreinar" náttúruauðlindir til orkuframleiðslu, þar getur maður nefnt jarðvarma og Enex á Íslandi.

Það sem ratar í fjölmiðlana er mótmæli bílstjóra á sköttum og gjöldum á olíu. Ég held að þessi neikvæða umfjöllun smiti út frá sér og menn fókusa of mikið á ógnanirnar í stöðunni. Því miður. En það er samt skrítið að sjá bílstjóra í Bretlandi og á Íslandi mótmæla sköttum á olíu nánast á sama tíma. Sennilega eru menn bara að reyna að finna blóraböggul fyrir þessum verðum, sem er náttúrulega ekki til (nema þeir sjálfir kannski). Bílstjórarnir og flutningafyrirtækin verða bara að velta verðhækkununum yfir á gjaldskrárnar hjá sér svo þeir lendi ekki í vandræðum með reksturinn.

Bottom line: Ég held að fólk verði einfaldlega að sjá tækifærin í þessum breytingum. Almenningur getur hjólað/labbað/tekið strætó í vinnuna eða keypt sér sparneytnari bíla (og sparað á þessu enn meira en áður!) og fyrirtæki geta auðveldlega hagnast á þessu ef þau einfaldlega sjá þessar breytingar sem tækifæri, ekki ógnun.

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Já, ég er einmitt búin að vera að reka mig á það, í bílleysinu með barnavagninn, að í Reykjavíkurborg er til dæmis ekki gert ráð fyrir að maður ferðist öðruvísi en á einkabíl. Gangstéttir enda úti í buskanum og eru jafnvel ekki til staðar. Og þar sem þær eru virðist fólk halda að þær séu bílastæði. Strætókerfið hefur reyndar skánað, en á samt langt í land að maður nenni að brúka það dax daglega. Ég fer alveg að skrifa Reykjavíkurborg alvarlega harðort og opið bréf um málið... ef ég þá nenni því áður en ég svíf austur í sæluna með galtómu gangstéttunum.

Sigurvin sagði...

Veit nakvaemlega hvad tu att vid. Hef upplifad ad vera fotgangandi i Rvk. nokkrum sinnum. Borgin verdur natturulega ad sja taekifaerin i thessu, eins og adrir.

Styd thig i thessu mali!