Hvað gera menn þegar þeir geta ekki leyst af hendi verkefni og þurfa að skrifa skýrslu um niðurstöðurnar? Svo virðist sem nánast allur bekkurinn minn hafi verið í þessari aðstöðu með verkefnið sem var skilað í dag. Einhverju þurfti að skila og því framleiddum við einhvern þann ómerkilegasta pappír sem framleiddur hefur verið sem var haldið uppi með kenningum sem við skildum ekki til fulls og tilviljanakenndum tilvitnunum í kóða sem virkaði ekki.
Bjarta hliðin á þessu máli er þó sú að við þurfum ekki nema 15% út úr þessu verkefni, þar sem við fengum 85% fyrir það fyrra. Gætum sloppið þar sem svo að segja allir voru í sömu stöðu og við, þannig að bekkurinn í heild fær sennilega nokkra "erfiðleikapunkta" gefins. En þessu verkefni reynir maður að gleyma sem allra fyrst.
Það var því gríðarlega gott að komast út eftir að við skiluðum í dag og uppgötva að það var 25 stiga hiti og sól. Var víst búið að vera svona í nokkra daga, en ég hafði ekki tekið eftir því. Þannig að maður skrapp út í Regent´s Park í skokk. Maður er nú orðinn óttarlegur vesalingur eftir þetta nám og getur varla hlaupið í meira en 10 mínútur án þess að standa á öndinni. Vonandi að maður hafi meiri tíma til hreyfingar á 3. önninni, sem byrjar eftir 3 tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli