Jæja, þá er því lokið. Síðasta prófið kom ekki mikið á óvart og var því í léttari kanntinum. Það hefði nú samt alveg getað gengið betur hjá manni, en þetta var próf af þeirri gerðinni sem ég er ekkert sérstaklega sterkur í. Þ.e. að leggja sem mest á minnið án þess að þurfa að skilja nokkuð af þessu. Ef maður hefði reynt að skilja þetta almennilega hefði maður þurft að eyða hálfri ævinni í það. En ég held að maður sé allavega sloppinn í gegnum þetta, sem er fyrir mestu.
Eftir prófið ákváðum ég og tveir hópfélagar mínir að setja geðheilsuna framar öðru svona til tilbreytingar og leyfðum okkur að fá okkur í glas. Sumir af bekkjarfélögunum tóku annan pól í hæðina og fóru beint út í skóla til að vinna í síðasta verkefni annarinnar sem á að skilast á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður jafnframt sennilega erfiðasta verkefnið sem við tökumst á við. Sem betur fer þurfum við bara að fá 15% fyrir þetta verkefni, þar sem við skoruðum svo vel í fyrra verkefni áfangans. En helgin mun fara í þetta, sem þýðir að annir 2 og 3 munu liggja saman, þar sem næsta önn byrjar á mánudaginn. Megastuð!
Stefni samt á að gefa mér 1-2 tíma í hlaup/fótbolta um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli