miðvikudagur, 26. september 2007

Rip-off útgáfan af bankakerfi

Jæja, nú stendur yfir mikil barátta við hið breska skrifræði. Að stofna bankareikning er líklega einn almesti höfuðverkur sem hægt er að fást við í London. Er búinn að skila inn umsókn í HSBC bankann (sem varð að gerast á netinu, eins og flestannað hér í borg), eftir að hafa farið nokkra hringi í skólanum til að redda pappírum til staðfestingar á að ég væri raunverulega námsmaður og að hafa farið fýluferð í bankann þar sem við fengum þær upplýsingar að hægt væri að gera þetta í næsta útibúi. Nú er bara að bíða í þessar tvær vikur eftir svarinu og athuga hvort ég hljóti samþykki yfirdrottnara búrókratíunnar fyrir geymslu á peningum. Ef mér hlotnast sá heiður fæ ég að borga 5 pund! á mánuði!! til þess að fá að geyma peningana hjá hinum háæruverðuga banka.
Það væri nú gaman. Ég gef þessu þó aðeins 50/50 líkur á að verða lokið fyrir áramót. Sjálfsagt hægt að kalla það "þvingaðan sparnað".
Annars lítið að frétta. Fyrir utan þetta: http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html. :)

2 ummæli:

Bára sagði...

Hvurslags bull er þetta eiginlega. Maður á ekki að borga fyrir að geyma peningana í bankanum. Mæli með að þú geymir þá bara undir koddanum.

En hvernig er það, má ég líka lesa bloggið hennar Bjarkeyjar? Ef svo er þá máttu gjarnan senda mér lykilorðið í tölvupósti (baras@torg.is).

Sigurvin sagði...

já, sannarlega er þetta bull. Ég myndi gjarnan vilja geyma þá undir koddanum í staðin fyrir þetta, en það er nauðsynlegt fyrir okkur að vera með reikning hérna úti, m.a. vegna húsaleigunnar.