mánudagur, 31. desember 2007

Jola- og aramotakvedja

Jaeja, ta er madur kominn og farinn fra Islandi i bili. Var i atta daga a Egilsstodum yfir jolin i godu yfirlaeti. Bjarkey var einnig i godu yfirlaeti a sama tima, a Siglufirdi.

Vid komum aftur til heimsborgarinnar kvoldid 28. Fljotlega eftir heimkomuna kom i ljos ad eg hafdi smitast af pest sem herjad hafdi a fjolskyldu systur minnar yfir hatidarnar. En eg er allur ad koma til eftir thetta. En litid hefur ordid ur ollum theim laerdomi sem stefnt var ad sidustu dagana. Stefnir thvi i meiri timapressu sidustu dagana fyrir profin heldur en til stod. Eins er ovissa med hvort eg hafi mig ut i kvold til ad tekka a flugeldasyningunni hja 'London eye'. Tilraun verdur gerd med gongutur a eftir og ef thad fer vel mun eg lata slag standa.

Fortid.
Fyrst thad er thessi dagur arsins tha er agaett ad lita yfir farinn veg. Thad sem stod uppur var buferlaflutningur okkar Bjarkeyjar til London i teim tilgangi ad brjotast til frekari menntunar. Einnig bar til tidinda ad eg akvad ad taka mer sumarfri, sem hefur verid sjaldgaeft i minu lifi hingad til. Var thad notad m.a. til ferdar vestur a firdi thar sem vid Bjarkey heilsudum upp a aetmenni min. I somu ferd skodudum vid helstu natturuperlur a nordur- og austurlandi, sem einhvernvegin hafdi ekki unnist timi til adur. Einnig for eg i agaetis ferd til dop- og syndaborgarinnar Amsterdam thar sem eg heimsotti Halldor, felaga minn, sem byr thar i borg og stundar afleiduvidskipti. Restin af sumarfriinu var svo adallega notud i golf of afsloppun, sem ekki veitti af fyrir atok vetrarins.

Framtid.
Astaeda er til ad aetla ad arid 2008 verdi fullt tidinda a minum vigstodvum. Stundir sannleikans verda margar, thar sem oll prof i mastersnaminu verda tekin a arinu. Thad fyrsta thann 7. jan. Tha verdur vaentanlega tekin stefnumarkandi akvordun vardandi framtidar atvinnu og busetu. Verdur upplysingum midlad hingad thegar eitthvad frettist af theim malum. Eg held eg spai engu um framvindu arsins 2008 almennt sed, thar sem nogu margir eru um tha hitu. Hins vegar get eg sagt ad eg mun gera mitt besta a arinu, enda mun ekkert annad duga til ef eg aetla ad standa undir theim krofum sem til min verda gerdar.

Annars oska eg ykkur ollum gledilegra jola og faersaels komandi ars.

Sigurvin

föstudagur, 14. desember 2007

Aftur tolvuleysi - Emirates

Fartolvan sem eg keypti i september var ad bila i annad skiptid. Hun var sott i dag og eg reikna ekki med ad sja hana fyrr en eftir islandsfor. Kannski heppni i oheppni ad hun skuli hafa bilad svona stuttu eftir verkefnavinnuna og akkurat thegar profundirbuningurinn var ad hefjast. Madur ma ekki mikid vid ad hanga a internetinu nuna. Allir komnir a fullt ad undirbua profin, tho tad seu rumar thrjar vikur i thau.

For i fyrsta skiptid a Emirates a midvikudaginn og sa Arsenal - Steua Bucharest, asamt Bjarkey. Fretti ovaent af midum hja Express ferdum og fekk mida a "Club Level" (adeins flottara en venjulegi adgangurinn) a 50 pund hvorn. En their kosta venjulega 90 pund stykkid. Gridarlega flottur vollur (eins og lidid sem a honum spilar sina heimaleiki) og gaman ad upplifa svona stemmingu einu sinni. Thad var reyndar mjog kalt, en sigurinn baetti hann upp, og rumlega thad. Vonandi verdur ekki langt thangad til madur kemst aftur.

Annars hefur madur verid ad rembast vid ad studera numeriskar adferdir (e. numerical methods), sem eg hef ekki nad ad studera ad neinu radi thessa onnina. Hefur verid ottarlegt stred.

Jaeja, thad er verid ad skofla mer ut ur skolanum. Laet vita af mer sidar.

laugardagur, 8. desember 2007

Verðskuldaður dagur aflöppunar

Jæja, þá er verkefnavinnu annarinnar lokið. Öllum þremur var skutlað í skilahólfið 10 mínútum fyrir skilafrest kl. 16:00 í gær. Vorum þó með fyrri hópum til að skila. Gott að fólk nýtir tímann vel. Ég er bara þokkalega sáttur við afraksturinn, m.v. hópadráttinn. Reyndar voru aðilar sem voru óheppnari. Til dæmis félagi minn frá Egyptalandi, sem svaf ekkert í tvo sólahringa fyrir skilafrestinn og gerði í raun öll verkefnin sjálfur, þar sem hópfélagarnir voru nánast með öllu ónothæfir.

Um kvöldið var svo samkvæmi fyrir nemendur og starfsmenn nokkurra brauta skólans á "Home Bar", rétt hjá Cass. Var þar boðið upp á fríar veitingar og snittur. Þátttaka var ágætt, sérstaklega þegar horft er á hve menn þjáðust af svefnleysi eftir vikuna. Ölvun var eftir atvikum. Ég var þó skynsamur og tók síðustu lestina heim, kl. hálfeitt. Það breytti því hins vegar ekki að timburmenn voru yfir meðallagi í dag, enda er maður langt frá því að vera í einhverju drykkjuformi eftir törnina undanfarið.

Dagurinn fór því bara í svefn og leti þangað til núna rétt áðan að ég fór í smá hreingerningu á heimilinu, sem veitti ekki af eftir vanhirðu sl. mánaðar. Næst á dagskrá verður svo að skipuleggja upplestrarfríið svo ég hafi tíma til að skutla í mig steikinni og slíta utan af pökkunum á aðfangadag.

Annars er Bjarkey í bekkjarpartíi núna. Ég sá mér ekki fært að fara með vegna slappleika/leti, eftir gærkvöldið. Greinilegt að maður er ekki eins djammfýsinn eins og hérna í denn.