sunnudagur, 9. mars 2008

Sama gamla

Vikan fór í verkefnavinnu. Veitti mér þann munað að fara í fótbolta á laugardaginn að venju svo ég bilist ekki af lærdómi. Fór reyndar líka í mjög stutt, fámennt og góðmennt afmæli hjá pólskum félaga mínum úr skólanum síðdegis á laugardag.

Næsta vika verður áframhaldandi verkefnavinna og púl. Það styttist í helstu skiladagana sem verða flestir á síðarihluta mánaðarins. Síðan kemur hann Manni, félagi minn, að sjá Arsenal-Middlesbrough um næstu helgi, vonandi næ ég að skrapa saman nokkrum mínútum í vikunni til að hitta hann.

Engin ummæli: