miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Í fótspor feðranna

Jæja, eftir tæplega mánaðar leit hérna á íslandi eftir atvinnu er henni nú lokið. Fyrr í dag réð ég mig nefninlega inn á fyrirtækjasvið KPMG, þar sem ég hef störf á mánudaginn nk. Gríðarlega sáttur við að vera búinn að ganga frá þessu og reyndar hafði ég úr fleiri möguleikum að moða, þannig að ástandið virðist nú ekki eins vonlaust fyrir fjármálamenn og margir vilja halda. Þetta er sennilega eins og mig grunnti alltaf; þeir sem vilja og geta unnið fá eitthvað við sitt hæfi þó síðar verði.

Ég mun því starfa hjá sama fyrirtæki og karl faðir minn til margra ára og er enn í nánu samstarfi við. Ég verð reyndar ekki í samskonar störfum, þar sem þetta er meira ráðgjafatengt og miðar að verðlagningu á afleiðum, áhættustýringu o.fl. sem ég var m.a. að læra úti. Þetta er því mjög ánægjulegt og ég held að ég hafi aldrei hlakkað eins mikið til að mæta í vinnuna á mánudegi :)

Önnur gleðitíðindi: Fékk síðustu einkunnina úr náminu: 94% í VBA, sem þýðir að ég fæ merit frá skólanum. Ákaflega ánægjulegt líka, þó það skipti kannski ekki öllu máli upp á framtíðina.

Millibilsástandinu er því lokið og ný kafli í mínu lífi hefst. Best að fagna með því að taka á móti handboltalandsliðinu og fara svo í fótbolta!

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Mikill djöfull svakalegur heili ertu nú drengur! Til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Og til hamingju með starfið. Við förum að kalla KPMG "fjölskyldufyrirtækið". ;-) Verst að ég gleymdi alveg að níðast á þér til barnfóstrustarfa í millibilsástandinu.

Við stefnum á heimsókn til ykkar í Hafnarfjörðinn. Kannski um helgina ef einhver uppstytta verður á horfossum heimilisins.

Sigurvin sagði...

Haha. Ég þakka árnaðaróskirnar. Ætli maður verði nú ekki að þakka þennan árangur þrjóskunni í manni a.m.k. til jafns við heilastarfsemina ;) "No pain, no gain".

Það verða eflaust tækifæri síðar til að nýta mig/okkur til barnfóstrustarfa.

Þið eruð velkomin í heimsókn um helgina, ef/þegar tækifæri verður til hjá ykkur.