sunnudagur, 21. október 2007

Enn tölvuleysi

Jæja, þá er maður búinn að vera tölvulaus í meira en viku. Þetta er ekkert sérstakt, sérstaklega þegar maður þarf að vinna verkefni í forritun. Þá er nú betra að vera með tölvu. En þetta reddast með skólatölvunum og tölvunni hennar Bjarkeyjar, sem ég stalst í núna. Ég þarf víst að þola þetta töluvert lengur, þar sem meðalviðgerðartími hjá verkstæðinu er 10-14 virkir dagar! Maður reynir þá bara að læra þeim mun meira fyrst maður getur ekki hangið á netinu tímunum saman.
Skólinn gengur enn bara vel. Þetta er ekki orðið neitt yfirgengilega flókið ennþá, en maður þarf að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að vera undirbúinn fyrir alla tímana.
Það verður fótboltamót 2. nóvember í skólanum, á milli brauta, og verðum við í Quantitative Finance með lið. Það verður gaman. Fórum einmitt strákarnir á föstudaginn og tókum smá æfingu fyrir þetta. Við erum kannski ekki heimsmeistaraefni, en það verður gaman að spila þarna, sérstaklega þar sem staffið í skólanum og kennararnir verða með lið líka. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja launa grátt lamb :) (reyndar hef ég aldrei skilið af hverju laun fyrir grátt lamb eigi að vera eitthvað slæm).
Annað var ekki í fréttum.

Engin ummæli: