þriðjudagur, 2. október 2007

Veikindum lokið - skólinn byrjar!

Fór út í dag í fyrsta skiptið síðan á laugardaginn. Ég slapp lifandi frá því og held að ég sé orðinn góður af kvefinu.

Fyrsti tíminn var í dag og var hann á sviði Eignaverðlagningar (Asset Pricing). Mér sýnist þetta ætla að verða léttasti kúrsinn, enda flestallt í honum eitthvað sem ég er búinn að læra áður og er ekki kenndur út frá mjög stærðfræðilegu sjónarhorni. Á morgun fer ég hins vegar í fyrstu tímana í Hagmælingum (Econometrics) og Afleiðum (Derivatives). Reikna má með að það verði umtalsvert meiri átök í þeim í haust, a.m.k. í Econometrics-kúrsinum. Síðasti áfanginn hjá mér í haust er svo forritunaráfangi að nafni "Numerical Methods 1", en þar er farið í grunnatriðin í C++. Hann er kenndur á fimmtudögum. Held að hann gæti orðið mjög skemmtilegur ef maður nær góðum tökum á grunninum.

Glöggir lesendur hafa því vonandi tekið eftir að það eru því hvorki tímar hjá mér á föstudögum eða mánudögum. Einhverntíman hefði þetta þýtt duglegt fyllerí um hverja helgi, þar sem maður er búinn að skutla í þetta nám sem svarar um árshækkun markaðsverðs meðalíbúðar í Reykjavík sl. ár þá er nú eins gott að halda sér við efnið. Svo er maður náttúrulega orðinn allt of ráðsettur til að standa í svoleiðis veseni um hverja helgi.

En allavega, ég er kominn á ról aftur, þannig að þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér.

2 ummæli:

elli83gud sagði...

Já þetta er flott maður þú rúllar þessu öllu upp endar svo bara á þí að fagna því hressilega á klakanum að því loknu og þá vil ég sjá kall á skallanum. Mér fer að líða eins og einhverri elliær ef ég fer ekki að reyna að rifja það upp hvernig það er að hrynja í það! hehe það hefur ekki gerst lengi. jæja meira síðar statt ann drengur...

Sigurvin sagði...

Hehe, já það hljómar vel. Spurning hvort við stefnum ekki á eitt gott rúntfyllerí á egs., með Bon Jovi skrúfaðann í botn og Einar á þakinu. Svona til að ryfja upp gamla takta. :) Veitir ekki af eftir að maður verður búinn að streða við þetta í eitt ár, held ég. :)