föstudagur, 20. júní 2008

Piss

Oft er talað um að pissa í skóinn sinn. Sjaldgæfara er að menn tali um að pissa í annarra skó. Ég get þó ekki séð nema að vænni hlandslettu hafi verið dembt í skó Dabba og félaga í Seðlabankanum af ríkisstjórninni þegar hún ákvað breytingar á Íbúðalánasjóði til þess að auðvelda aðgengi að fjármagni til íbúðakaupa í vikunni. Verðbólgan minnkar allavega ekki mikið við þetta. Ef ríkisstjórninn heldur áfram að vinna gegn verðbólgunni af jafn mikilli áræðni og dug og þessi aðgerð ber vott um fara stýrivextir örugglega ekki í nema 20% áður en hægja fer á.

Fór annars í annað viðtalið hjá Mondrian í morgun. Gekk þokkalega og er svona hæfilega bjartsýnn á að ég fái tilboð frá þeim. En miði er alltaf möguleiki. Svo eru alltaf aðrir fiskar í sjónum.

Kláraði svo eftir viðtalið verkefni annarinnar í "Energy and Weather derivatives" (Orku- og Veðurafleiður). Held að það sé mjög gott stykki og að við ættum að fá fína einkunn fyrir það.

Búinn að fá nokkrar einkannir undanfarið, sem ég hef gleymt að segja frá. Þær eru allar með ágætum og ljóst að ég búinn að ná einum áfanga á síðustu önn (Numerical Methods). Einkannir úr lokaprófum annarrar annar koma svo væntanlega í næstu viku (puttar krossaðir).

Engin ummæli: