þriðjudagur, 17. júní 2008

Sumarpartý, viðtal, o.fl.

Við Bjarkey fórum í sumarpartí hjá skólanum í gær. Ætluðum nú ekki að lengi þar sem annir eru miklar þessa dagana. Það endaði á annan veg og við vorum ekki að skríða heim fyrr an um kl. hálfþrjú í nótt. Gerist á bestu bæjum, sérstaklega þegar fólk er í svona miklu stuði og frítt áfengi er í boði. En það var bara helv. gaman. Flestallir bekkjarfélagarnir mættu og mikil stemming, mikið af myndum teknar og mikið drukkið og spjallað. Ekki laust við að þynnka hafi því gert við sig á þjóðhátíðardaginn, sem hefur reyndar gerst nokkrum sinnum áður eftir 16. júní böll í Valaskjálf, þegar það var upp á sitt besta.

Annars er það að frétta að ég fékk annað viðtal hjá Mondrian, sem verður á föstudaginn. Skilst að það séu einhverjir 3-4 aðrir umsækjendur eftir, þannig að það virðist vera einhver möguleiki þarna. Starfið snýst um að aðstoða við stýringu á nýjum sjóði hjá þeim og sjá svo um sölu á honum til vogunarsjóða og annarra fjárfesta, sem flestir væru staðsettir í BNA. Þannig að um mikið af ferðalögum væri að ræða. Væri mjög góð reynsla, ef af yrði. En þetta kemur allt í ljós.

Fyrir utan þetta er maður bara að fókusa 100% á lokapróf "Fixed Income Arbitrage and Trading", sem verður á þriðjudaginn í næstu viku. Auk þess sem maður þarf að afgreiða eitt verkefnu í vikunni, sem er nánast fullfrágengið. Þannig að það er í nógu að snúast eins og venjulega.

1 ummæli:

Bára sagði...

Hæ. Sá að þú kommentaðir á bloggið hennar Huggu. Ég er sennilega á leið í bæinn líka 30. júní, og tæki þá sennilega með mér lykla að austan ef Hugga verður ekki í bænum.
Kemur betur í ljós í næstu viku.