sunnudagur, 18. nóvember 2007

Þetta er rugl

Jæja, þá er maður farinn að finna fyrir tímapressu vegna verkefnavinnu. Þó eru næstum þrjár vikur í skiladag. Hins vegar mun þessi skiladagur (7. des.) fela þrjú massív verkefni í sér. Ekki bætir úr skák að þetta eru allt hópverkefni, þar sem sömu hóparnir vinna saman í öllum þeirra. Dregið var í hópa og þóttist ég vera nokkuð heppinn að vera með báðum "class representativunum", þ.e. aðilar sem eru tengiliðir bekkjarins við yfirstjórnina og sitja fundi með deildarforseta og kennurum.

Ætla mætti að svona fólk væri þekkingarlega sterkt á flestum sviðum. Hins vegar hefur komið í ljós að þau hafa mjög litla þekkingu á fjármálaafurðum og ekki er að marka eitt einasta orð sem kemur út úr þessu. Meira að segja excelkunnáttan er í dræmara lagi. Sem betur fer er fjórði aðilinn í hópnum sem hægt er að nota töluvert, þó hann hafi ekki mikinn skilning á því sem er að gerast.

Ég reikna því með að næstu 18 dagar verði í strembnara lagi og ég komi ekki til með að gera neitt annað en vinna upp skít eftir aðra og útskýra vexti 50 sinnum. Spennó. Kannski að maður reyni bara að klára sem mest sjálfur áður en hinir nái að koma puttunum í þetta.

Mikið er gott að geta skrifað svona um einhverja og vita að þeir eiga ekki séns á að komast að því :)

Annars er ágætt að frétta. Kominn með bankareikning. Fór í annan banka og fékk hann frítt. Reyndar engir vextir á honum og það er ekki hægt að nota kortið í verslunum, en það sleppur. Mamma var rétt áðan að tjá mér að hún ætlar að fjárfesta í bílnum okkar Bjarkeyjar og þar með binda endi á þann markaðsbrest sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á bílamarkaði og færa sig um leið inn í 21. öldina í bílamálum. Subaruinn hefur víst verið seldur nú þegar. Tengdamamma og pabbi voru í London um helgina og var notað tækifærið og farið út að borða á fös.og lau.

Læt þetta duga að sinni. Guð veit hvenær ég gef mér aftur tíma í blogg.

2 ummæli:

Bára sagði...

Já, hvenær ætlar kennarstéttin að fatta að hópverkefni virka EKKI. Það er nánast undantekningarlaust einn eða tveir sem vinna verkefnið fyrir hópinn.

Hópverkefni eru bull!

Sigurvin sagði...

Ætli það gerist ekki í kjölfarið að einn hryðjuverkaunglingurinn skilur eftir sjálfsmorðsbréf, eftir að hafa dritað niður hálfan skólann, sem í stendur: "Þetta hafið þið upp úr öllum þessum hópverkefnum!".
Spurning um að finna einn líklegan og gera samning :)