laugardagur, 24. nóvember 2007

Vikan í stuttu...

Hef verið að stunda verkefnavinnu sennilega 80% af vökutíma mínum í vikunni, ákvað því að henda einhverju inn til tilbreytingar.

Mín helstu viðfangsefni í vikunni hafa verið kenningar þeirra félaga Choleski og Monte Carlo, en þeir hafa verið að reyna að hjálpa mér að herma þróun hlutabréfavísitalna og -safna. Búin að vera mikil glíma, og þá helst við Choleski. En nú er allt komið á hreint okkar á milli og við orðnir bestu félagar.

Gaf mér reyndar tíma til að fara í fótbolta í Regent´s Park í dag með fótboltaklúbbnum í Cass. Reyndar mættu ekki nema 5 og voru þeir frá Englandi (2), Ghana, Indlandi og Möltu. Dæmigert fyrir skólann, sem er með þeim alþjóðlegustu í bransanum, sem er mjög jákvætt.

Innan við 2 vikur eftir í skiladag dauðans. Einn hópmeðlimanna stefnir í að verða mesti "free rider" sem ég hef kynnst (og hef ég kynnst þeim nokkrum), svo líklegt er að við tilkynnum hátterni hans til yfirvaldsins ef ekki verður bragabót á fyrir mánudag. Ótrúlegt að enn skuli finnast svona fólk á mastersstigi í menntakerfinu (og þetta er víst ekki sá eini í bekknum sem gerir ekkert, að mér skilst). Sannar sennilega að fjölbreytileiki mannkyns nær til allra stiga þjóðfélagsins. Þ.e. hægt er að finna fólk af öllum gerðum á öllum stigum. Snillinga á götunni og bjálfa í stöðu valdamesta manns heims.

Aðrar fréttir: Arsenal komið með 3 stiga forustu og leik til góða eftir daginn í dag!
http://www.skysports.com/football/league/0,19540,11660,00.html

2 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Harðlínustefnan sem hefur rekist í gegnum tíðina í bókmenntafræðinni með svona "hópfélaga" sem ekki gera neitt, er að eftir nokkra sénsa er hreinlega hætt að hafa samband við þá, og svo er verkefninu skilað án þess að nafnið þeirra sé á því. Stundum eru bara tveir eftir í hópnum þegar til kemur, en hinir verða þá bara að naga það súra epli og falla með skömm. ;-)
(Enda held ég að þetta sé nú eina leiðin til að falla í bókmenntafræði.)

Sigurvin sagði...

Já, harðlínustefnan er stundum eina leiðin með fólk sem þetta. Einhver verður að ala þetta upp fyrst foreldrunum hefur farist það svona illa úr hendi.
Það er samt ótrúlegt að fólk skuli hætta á þetta eftir að vera búið að borga yfir 2 millur í skólagjöld.