fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Áskipti

Er orðinn eitthvað slappur. Hálsbólga og slen síðan gærkvöldi og í morgun. Mér þykir þetta nú allóvenjulegt, þar sem ég er yfirleitt ekki veikur lengur oftar en einu sinni á ári, en er búinn að vera tvisvar veikur á einum mánuði núna. Maður er kannski enn að venjast loftinu (les. loftleysinu og menguninni). Vona að ég verði orðinn góður á morgun, þar sem ég stefni á fótboltatúrneringu seinnipartinn. En við spilum m.a. við deildarforsetann okkar, sem gæti orðið áhugavert :). Verði ég ekki orðinn góður þá reyni ég örugglega bara að hlaupa þetta úr mér.

Bjarkey er hins vegar orðin góð af ristilveseninu og sannaði það með því að rúlla upp einu stykki "Strategic cost management" - prófi í dag.

Þannig að við skiptumst eiginlega á að vera dugleg og veik þessa dagana.

Engin ummæli: