fimmtudagur, 10. janúar 2008

2. búið - 2 eftir

Jæja, þá er annað prófið búið. Það var í "Numerical methods" (númerískum aðferðum). Það gekk langt frá því eins vel og fyrsta prófið. Ég er búinn að komast að því að þetta fyrirkomulag bretans að fólk velji hvaða spurningar það ætlar að svara er með því bjánalegra sem ég hef séð. Sérstaklega þegar maður rekur sig á að efnið sem maður velur er notað sem sía yfir allt prófið (þ.e. mjög erfið spurning svo enginn nái 10). Þetta kom á daginn í dag þar sem spurningin sem ég valdi valdi (33,3% af prófinu) var úr síðustu 2 blaðsíðunum úr kaflanum sem ég las og var það eina sem ég skildi ekki fullkomlega. Hvernig á manni að detta í hug að akkúrat það sem kennarinn talar ekki um vegi svona mikið á prófi. Fáránlegt. Það er lágmark að menn kunni almennilega að skrifa próf ef menn ætla að vera með svona valspurningar.

Semsagt: Eyddi litlum tíma í fyrsta prófið og gekk vel en eyddi gríðarlegum tíma í þetta fag og gekk illa. Kannski að maður sleppi bara algjörlega lærdómi fyrir næsta próf, sem er Econometrics á mánudaginn. Þetta verður alltaf hálfgert lottó hvort eð er.

Bjarkey er búin að taka tvö próf í vikunni, á þriðjudag og í dag og hefur gengið ágætlega/vel í þeim báðum.

Annars erum við Bjarkey búin að vera svolítið slöpp undanfarið og er okkur farið að gruna að loftið í íbúðinni sé ekki í lagi. Ætlum að láta taka loftræstinguna (basically gat í loftinu á baðinu og í eldhúsinu) í gegn. Ég sá eitthvað grænt teygja sig þar út í gær. Gæti verið að orsaka þetta rugl. Ekki búið að vera eðlilegt hvað við höfum verið mikið veik síðan við komum hingað.

Fátt annað er í fréttum. Nema að ég fann hvernig maður stillir á íslenskt lyklaborð í Windows Vista (eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir). Held ég slaki kannski aðeins á í kvöld áður en að hafist verður handa við undirbúning næsta prófs.

Engin ummæli: