fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Tjáningaþörf

Magnað hvað menn hafa mismikla þörf fyrir að tjá sig og deila lífi sínu með öðrum. Ástæður þessa eru sennilega mjög mismunandi. Genetískar og/eða áunnar.

Altént er ljóst hvar ég lendi á skalanum, sbr. Þetta blogg :)

Það hefur sumsé ekki mikið verið fréttnæmt að gerast undanfarið að mínu mati, fyrir utan námsstreðið sem er eiginlega hætt að vera fréttnæmt.

Sé til hvort tjáningaþörfin verði kannski fyrir hendi um helgina.

Engin ummæli: