sunnudagur, 24. febrúar 2008

Uppfærsla

Það sem hefur gerst hjá mér frá síðustu færslu er eftirfarandi:
1. Fór í paintball um sl. helgi ásamt bekkjarfélögunum. Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti og mæli klárlega með þessu fyrir þá sem hafa gaman að því að hafa gaman.
2. Skrapp aðeins á barinn eftir skóla á föstudaginn með nokkrum af bekkjarfélögunum. Það var stemming.
3. Fór út að borða með bekkjarfélögum í gærkvöldi á Mexíkóskan stað í Covent Garden. Það var stuð.
4. Fór í fótbolta í gær og um síðustu helgi. Það var gaman.
Fyrir utan þetta hef ég lítið annað gert en að læra. Við Bjarkey reynum þó að taka okkur tíma frá náminu annars lagið til að dorma yfir imbanum, en það er nú ekkert of oft sem það gerist. Það er líka búið að vera mikið að gera hjá henni. Miðannarpróf, starfsviðtöl og verkefnavinna.
Svo þarf ég að fara að ganga frá því hvort ég ætli að skrifa lokaritgerð eða ekki. Er farinn að hallast frekar að því að taka 3 auka áfanga í staðin fyrir ritgerð. Held að það sé meira að græða á því. Ég myndi þá líka klára skólann 13. júní mv. það plan.
Ástandið á fjármálamörkuðum gerir það að verkum að maður hefur varla hugleitt að sækja um vinnu nýlega. Ekki það að maður sé eitthvað að örvænta. Maður hefur séð ýmis atvinnutækifæri hér í borg ef maður er opinn fyrir nýjungum. T.d. væri hægt að fá vinnu sem blaðadreifari á einhverju götuhorninu, handsápudælari á einhverjum barnum hér í borg eða götusópari. Tækifæri fjármálaverkfræðinga eru allstaðar, bara ef menn eru vakandi.

Engin ummæli: