sunnudagur, 6. apríl 2008

2x 1-1 og Global warming

Þetta voru tveir keimlíkir leikir á milli sömu liða sem maður varð vitni að í vikunni. Báðir fóru 1-1 þar sem fyrri hálfleikurinn var í daufara lagi en í seinni hálfleik var Arsenal allsráðandi, án þess þó að skapa sér mörg færi. Og Liverpool beitti skyndisóknum. Arsenal hefði átt að fá víti í seinni hálfleik í báðum leikjunum. Maður hélt að titillinn væri úr sögunni, en þá tók Man.Utd. sig til og gerði jafntefli við Middlesbrough í dag. Þannig að enn er veik von.

Í veðurfréttum er það helst að það hefur verið hátt í 20 stiga hiti og sól núna síðustu vikuna, maður fór út að skokka í stuttbuxum, heyannir voru byrjaðar í Regent´s Park og ofnæmið var farið að gera vart við sig. Það kom því nokkuð á óvart að vakna upp við snjókomu og hvíta jörð í morgun. Sérstaklega þar sem snjó hefur ekki fest í vetur (fyrir utan kjölfarið á hagléli um páskana). Fór í tilefni að því út að hlaupa í garðinum þar sem fólk á öllum aldri og frá öllum heimsálfum skemmti sér konunglega við að búa til snjókarla. Sjálfsagt hafa margir þarna verið að sjá snjó í fyrsta skiptið, ef miðað er við ákefðina og vinnubrögðin hjá fólki við snjókarlagerðina (menn voru fæstir búnir að uppgötva upprúll-aðferðina, heldur báru bara snjóinn í höndunum í kallinn).

Sjálfsagt taka fáir þetta alvarlega sem hluta af Global warming. Þyrfti sennilega frosthörku í nokkra daga á vormánuðum svo laufblöð og gras haldist gul langt fram á sumar í borginni. Fólk er of "ignorant" til þess að vakna við þetta m.v. það sem á undan hefur gengið án viðbragða.

Jæja, best að halda áfram í hagmælingunum!

Engin ummæli: