fimmtudagur, 3. apríl 2008

2x Arsenal - Liverpool

Fór óvænt á Arsenal-Liverpool í gær. Sævar, fyrrum yfirmaður minn hjá ÍV, hafði samband um hádegið þar sem hann var með 2 miða á leikinn sem honum vantaði að losna við. Þannig að ég ákvað að slá fyrirlestrinum sem ég var með í morgun upp í kæruleysi og skella mér ásamt félaga mínum úr náminu. Sé ekki eftir því, þetta var fínn leikur þó svo að úrslitin hafi ekki verið neitt sérstök: 1-1 og erfiður leikur eftir á Anfield. En Arsenal átti m.a. að fá víti og voru mun betri mestallann leikinn.

Svo var unnið fram til hálffjögur í nótt í fyrirlestrinum. Hann gekk þrátt fyrir allt bara ágætlega.

Svo fer maður aftur á Arsenal - Liverpool á laugardaginn, núna með Bjarkey, en þá eru liðin að spila í deildinni. Þannig að það er nóg að gera í fótboltafárinu núorðið. Þetta er líka besti tíminn til þessa, þar sem það er hæfilega langt í prófin og styttist í lok tímabilsins.

Annars er ég búinn að fá 2 einkannir í vikunni: 85% í Econometrics, sem var einstaklingsverkefni og 85% líka fyrir C++, sem var hópverkefni. Þannig að maður er sáttur við þróunina eins og er. Eigum samt eftir að fá nokkrar einkannir úr allri þessari verkefnasúpu, vonandi bara að það verði á svipuðum nótum.

Á morgun er best að maður skreppi í Regent´s Park að hlaupa og reyni síðan að komast eitthvað áfram í upplestrinum.

Engin ummæli: