þriðjudagur, 28. október 2008

Góðæri!

Jæja, þá er góðærið skollið á sem maður hefur verið að undirbúa sig fyrir meirihluta ævinnar. En það var fullt að gera í vinnunni sl. viku. Kom yfirleitt heim um eða uppúr miðnætti eftir streðið og mætti líka á laugardaginn. Líklegt er að ástandið verði svipað næstu vikurnar, þannig að það verður mikil þensla í Sigurviníska hagkerfinu á næstunni. Mikið er Ísland nú heppið að hafa viðlíka sveiflujafnara innanbúðar ;)

Annars lítið að frétta. Það var reyndar starfsdagur á föstudaginn hjá fyrirtækjasviði KPMG, sem var haldinn úti í Kjós. Farið var á fjórhjól með hópinn og endaði það með mat um kvöldið og léttum veitingum sem runnu það ljúflega niður að haldið var á galeiðuna þegar komið var aftur í bæinn, um kl. 1. Sumsé, mjög vel heppnað og höfðu menn gaman að.

Læt vita af mér eftir því sem tími vinnst til.

4 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Sigurvinnst til?
Hahahihihooooo.

Sigurvin sagði...

ha... ha. Voða fyndið!

Þórunn Gréta sagði...

Bloggaðu maður, bloggaðu! Annars skil ég ekkert í þessari verðbólgu! Viltu útskýra aftur af hverju það verður verðbólga?

Sigga Lára sagði...

Já. Og ég skil heldur ekki þetta með að stýrivextir þurfi að vera háir til að koma á stöðugleika... eða einhverju. Hvaða skita er það?

Í silfri egils sögðu menn svo að það væru tvær kreppur. Hvað þýðir það?